Kyrnur

Síðastliðnir tveir dagar hafa verið algjörir hjónkyrnudagar. Á mánudaginn sótti Robbi Rakel í leikskólann (venjulega sækir hann hana heim til okkar (á mánudögum eftir mömmuhelgar) þegar hann er búinn að vinna um sex og fer með hana í leikskólanum daginn eftir en þetta skiptið fékk hann að fara fyrr) svo við Hrund þurftum ekkert að gera neitt sérstakt. Hrund náði í mig í skólann um hálf fjögur, við útréttuðum og enduðum svo heima með pítu og videomyndir. Eyddum öllu kvöldinu í knús og gláp (Hrund reyndar fór allt í einu að vaska upp um hálf ellefu) og höfðum það gott.

Þegar ég vaknaði til að fara í skólann á þriðjudagsmorguninn (Hrund hraut enn inn í rúmi) beið mín lítið ástarbréf og eyrnalokkur og hringur sem Hrund hafði búið til kvöldið áður (eftir að ég var farin að sofa). Ég missti mig á móti í miðum, skrifaði fyrst einn sætan um hvað ég elskaði hana og límdi á spegilinn inn á baði, setti svo annan á kaffivélina þar sem allt var tilbúið (þurfti bara að ýta á takkann) og svo annan á videspólurnar frá kvöldinu áður, var að minna hana á að skila þeim. Var kannski orðið heldur órómantískt svona í lokinn.

Í gærkvöldi þegar kúturinn var sofnaður héldum við knúsinu og glápinu áfram. Vorum eins og tveir ástfangnir unglingar.

Ég er alltaf voða skotin í Hrundinni minni og hún í mér en það er ótrúlega gaman að upplifa daga þar sem maður má ekki sjá af ástinni sinni.

Það er gott að muna þessa daga á morgnana þegar við vöknum óguðlega snemma og eins morgunfúlar og við Hrund erum liggur oft við að við bítum hausinn af hvor annarri þótt við stillum okkur við barnið sem syngur og trallar nær án undantekninga frá því að hún opnar augun.

Guði sé lof fyrir gsm, með þeim má senda mörg falleg skilaboðin einni mínútu eftir að maður er mættur í skólann og pirringurinn út af ekki neinu fokinn út í veður og vind.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband