1.9.2007 | 10:23
Sól í hjarta
Elskurnar mínar. Ég held að þessi ruslvörn verði að vera. Mamma segir að ef maður er lélegur í stærðfræði þá er maður yfirleitt góður í hugarreikningi. Kannski eru þið öll svona góð í stærðfræði, ekki amalegt það.
Annars vil ég taka það fram að ég tala hvorki né skrifa fullkomið mál. Heitustu umræðurnar í skorinni upp í skóla eru örugglega um álit fólks (ekki allra) á íslenskunemum. Í fyrsta lagi á fólk erfitt með að skilja hvað við gerum í íslensku þar sem við kunnum hana. Í öðru lagi heldur fólk (aftur ekki allir) að það eina sem við getum nýtt námið í sé í kennslu. Í þriðja lagi gerir það ráð fyrir að við tölum lýtalaust mál.
Mikill miskilningur allt saman. Við nemarnir erum fæst það hrokafull að halda því fram að við kunnum allt sem hægt er að kunna í íslensku. Við erum ekki að læra að stafsetja og lesa þarna upp frá. Ég læri bókmenntafræði og sögu, íslenskt mál að fornu, setningafræði (þar sem notuð eru hugtök sem ekki eru kennd í menntaskóa), orðmyndunarfræði (vissi nú ekki hvað það var áður en á byrjaði í náminu),aðferðir og vinnubrögð (hvernig á að skrifa ritgerð, afla heimilda o. s. frv.), hljóðfræði og málfræði (inn í því námskeiði er allt frá ættartré tungumála og yfir í málnotkun barna). Svo læri ég að prófarkalesa og þýða. Ég læri eiginlega bara hluti sem ég kunni ekki.
Mig langar ekki að vera kennari! Ég hef litlar áhyggju af því að ég geti ekki nýtt gráðu í íslensku í íslensku samfélagi. Ef þið vissuð það ekki finnst mér gaman að skrifa. Mig langar að taka master í hagnýtri ritstjórn og útgáfu og helst vinna á fjölmiðli í framtíðinni.
Ég tala ekki villulaust mál. Ég held að í flestum tilfellum sé máltilfinning mín í samræmi við það sem talið er gott mál. Hins vegar er málið að breytast svo mikið og þar með reglur. Stór hluti fólks talar ekki í samræmi við það sem talið er gott mál. Ég litast af því. Og allt í lagi með það. Ég geri ekki þær kröfur á fólk að það skipti það jafn miklu máli og mig að tala fallegt mál. Ég hins vegar leiðrétti þá sem ég þekki (reyni nú oft að sitja á mér og gjamma ekki fram í í miðri setningu, gengur ekkert svakalega vel). Mér finnst skipta mestu að ég er meðvituð um hvernig mig langar að tala, hverjar reglurnar eru. Ég þarf t.d. að hugsa hvernig beygja á ær og kýr (eins og flestir), beygingarnar samræmast ekki minni máltilfinningu. Mig langar hins vegar að beygja þetta rétt svo ég hugsa áður en ég tala eða segi eitthvað og leiðrétti mig svo. Svona er það með fleira.
Núna er ég búin að halda ræðu yfir ykkur. Nú skilja allir mig betur. Ekki að þið séuð fólkið sem ég er að tala um. Langaði bara að koma þessu frá mér. Svo byrja ég í aukafaginu, spænsku, í haust. Jibbí!
Litli engillinn er kominn. Knúsaði okkur í bak og fyrir og kyssti þegar við sóttum hana. Horfði á okkur hýr á svip og sagðist elska okkur. Finnst yndislegt að fá gefa henni kvöldmat, baða hana og setja hana ilmandi í hrein náttföt. Heyra andadráttinn hennar þegar ég fer að sofa. Vakna við tipl í berum tám, gefa henni speltflögur og AB-mjólk (alltaf í hollustunni), vítamín og appelsínusafa. Klæða hana í náttslopp og inniskó og kveikja á morgunsjónvarpinu fyrir hana. Horfa í augun sem horfa eins og inn í mig og enn og aftur undrast það hversu heitt er hægt að elska litla manneskju.
Núna ætla ég að hella upp á kaffi og svo förum við mægður að vekja Hrund. Ætlum í ræktina og Rakel ætlar að prófa að vera í gæslunni í Kroppakoti.
Sól í hjarta, sól í sinni, sól bara sól.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.