3.9.2007 | 16:17
Ljúf helgi
Við höfðum það rosa fínt um helgina. Ég elska að fjölskyldustússast eitthvað. Líf mitt er ekkert líkt því sem ég ímyndaði mér að það myndi verða þegar ég var yngri en mér finnst það frábært. Ég hreinlega dýrka hluti sem ég hafði engann áhuga á áður fyrr. Ég sagði eitt sinn við Hrund að hún væri draumurinn sem mig dreymdi aldrei um að dreyma. Ég lifi drauminn sem ég vissi ekki að ég ætti mér. Fyrir vikið er allt ennþá betra.
Rakel fílaði sig í tætlur í Kroppakoti. Mátti ekki vera að því að kveðja okkur og við þurftum svo að lokka hana með okkur heim, rennsveitta, með úfið hár og bros á vör. Hún fékk sér svo kærkominn blund og eftir það fórum við til tengdó þar sem hún lék sér í garðinum í rigningunni. Við vorum svo boðnar í mat til mömmu á sunnudaginn og tókum því rólega þar. Fórum líka að sækja lopapeysu sem Inga frænka prjónaði eftir pöntun á Rakel. Hún er í sauðalitunum, ótrúlega flott og ég og Hrund erum grænar af öfund.
Ég fékk svo mömmu til að kenna mér klukkuprjón og er nú byrjuð að prjóna röndóttan trefil á Rakel. Hún spyr mig einu sinni á mínútu hvar trefillinn sinn sé og skilur ekkert þegar ég segi henni að hann sé ennþá á prjónunum. Ég er orðin alveg húkt og sé kvöldið fyrir mér í hillingum. Ég og prjónarnir.
Spurði Hrund hvort henni fyndist ekki magnað að eiga konu sem eldaði, gerði við saumsprettur og stoppaði í sokka, bakaði og prjónaði og smyrði handi henni nesti. Henni finnst það magnað. Mig langar að vera mamma með svuntu og eiga heilan krakkaskara og búa upp í sveit. Við Hrund látum okkur dreyma og hlægjum yfir því að þetta sé það sem okkur langar. Aldrei hefði okkur grunað það ...
Ég er byrjuð í skólanum aftur. Hef kviðið því svolítið undanfarið, aðallega af því að honum fylgir svo mikil vinna, en um leið og ég fór í fyrsta tímann leið mér betur. Skólafílingurinn helltist yfir mig. Fór svo eftir tímann upp á Þjóðarbókhlöðu að ná mér bækur og stóð svo dágóða stund í rigningu og roki og beið eftir strætó. Get ekki annað sagt en að hausið hafi byrjað í dag með skólanum. Sat svo í strætó og hlakkaði til jólanna. Eitthvað sem ég hafði ekki gert lengi áður en ég eignaðist fjölskyldu.
Sem sagt, haustið er komið og eins og alltaf á haustin er ég eitthvað að drífa mig. Verð að hlaupa út og ná í Rakel. Hasta pronto!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælar allar stelpur í Skipasundi
gaman að lesa þessar vangaveltur lafðin mín. Finnst líka gott að hafa fengið fleiri yndislegar konur í fjölskylduna.
mun fylgjast afram með
Kveðja Edda móða - og ömmusystir
Edda Sóley 3.9.2007 kl. 16:42
Mig hlakkar lika til jólanna!
Rósa 4.9.2007 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.