Kvart

Ég get svo svarið það að próf eyðileggja fyrir mér námið. Ég hreinlega þoli þetta ekki. Ok, ég fæ pínu kikk út úr því að læra í tólf tíma á dag í þrjár vikur, taka fullt af prófum og ganga út eftir síðasta prófið FRJÁLS MANNESKJA. En biðin eftir þessari tilfinningu er heldur löng.

Er bara búin að læra á fullu í þrjá daga og langar tússa með yfirstrikunarpennanum yfir allar glósurnar, tússa, tússa, fast og fastar þangað til það kemur gat á blaðið og svo berst ég við löngunina til að stinga skrúfblýantinum í handarbakið á mér í von um að sársaukinn dragi athygli frá sársaukanum í heilanum sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið og neitar að taka við öllum þessum upplýsingum.

Kannski ég sé allt of þreytt núna. Var nú hressari í morgun.

Hrund er að labba inn úr dyrunum með ís. Ísbúðin í hverfinu er opin til tólf á miðnætti.

Hallelúja. Geðheilsu minni er bjargað.

Í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband