Ósátt

Kverkaskíturinn í gær breyttist í slæma flensu á klukkutíma. Ætlaði í skólann en varð að játa mig sigraða. Leið verr ef eitthvað var í morgun. Ætlaði í skólann eftir hádegi en varð að játa mig sigraða. Svaf í fimm tíma og leið betur í korter eftir að ég vaknaði. Þurfti ofurmannlegt átak til að labba og sækja Rakel. Þar sem leikskólinn er lokaður á morgun þurfti að taka allt dótið heim. Regngalli hefur aldrei verið eins þungur og á þeirri stundu. Þegar við komum heim fattaði ég að ég hafði gleymt strigaskónum hennar Rakelar. Við til baka og heim aftur. Hélt það myndi líða yfir mig á leiðinni. Hata að vera veik.

Hef eiginlega ekki orku til að hugsa. Nema um tímana sem ég missi af í skólanum. Fyrsti tíminn í spænskri málfræði í dag og í spænskri ritlist á morgun. Ömurlegt að missa af þessu.

Rakel farin til pabba síns. Amma Lilja verður með hana á morgun. Ég bjóst nátla ekki við því að verða veik heima. En get ekki séð um sjálfa mig, hvað þá barnið mitt.

Mig er farið að svima. Ætla að leggja mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ætlaru að fara vel með þig og láta þér batna.

Hildur 7.9.2007 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband