Kynlegir kvistir

Á lífsins tré eru margir kynlegir kvistir.

Undanfarnir dagar hafa einmitt verið það. Kynlegir kvistir. Stundum er eins og ég renni niður eftir trjástofninum á lífsins trénu og lendi á rassinum við rætur þess. Þar heyri ég hvorki né sé eins vel og annars. Og skugginn af trénu þrengir að hugsunum mínum svo að erfitt er að henda reiður á þeim. Það er eins og að draga andann eftir að hafa verið lengi í kafi þegar ég er aftur komin upp í trjákrónuna og hef þá yfirsýn sem mig vantar að nýju. Ég heyri aftur í sjálfri mér og sé ykkur öll hin. Hugsanir mínar fá að streyma óhindrað fram.

Á lífsins tré eru margir kynlegir kvistir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband