2010

Já, ég hef ekki skrifað síðan í fyrra og er það einfaldlega vegna tímaskorts. Bloggið er neðarlega á forgangslistanum, fyrir ofan það eru hlutir eins og brjóstagjöf, bleiuskiptingar, þrif á fötum og sjálfri mér og borða. Kemst sjaldan yfir þetta allt.

Ég ákvað að vera ekkert í neinu námskeiði á þessari önn, átti nóg með þetta fyrir áramót. Erum að vinna í því að fá Röskvuna til að sofna fyrr á nóttunni og vonandi kemst smám sama rútína á blundina á daginn. Annars fer dagurinn í allt og ekki neitt. Brjóstgjöfin er að gera mig geðveika, Röskva gleypir svo mikið loft á brjóstinu og ræður illa við ofsafengið flæði úr túttunum. Er búin að fara til brjóstaráðgjafa og er reyna að komast upp á lagið með að stemma flæðið af svo barnið drukkni ekki í mjólk. Það gengur eitthvað held ég, annars er það bara að hoppa út um gluggann í örvæntingu. 

Pabbi stefnir að því að heimsækja okkur í mars og ég vona svo sannarlega að það verði eitthvað úr því.

Við Hrund látum okkur dreyma um að komast til Svíþjóðar í sumar en kannski verður það aldrei neitt annað en draumur.

Okkur dreymir líka um að fara á Malarrif og það er ekki eins fjarlægur draumur. Við stefnum vestur með hækkandi sól og hlýnandi veðri og getum ekki beðið. Fengum líka svo hrikalega flotta kameru í jólagjöf og hennar manndómsvígsla verður að sjálfsögðu á Nesinu. Geti hún ekki fangað hamingjuaugnablikin í fókus er ég illa svikin.

Mamma er alltaf best í heimi, bara svona ef einhver skyldi vera búin að gleyma því. Ég væri hoppandi um á öðrum fæti án hennar, með hennar hjálp stend ég í báða fætur.

Svo er ég bara að reyna að tækla lífið. Vera góð mamma og reyna að fara í göngutúra og svo hlakka ég til þegar ég hef smá tíma fyrir sjálf mig á kvöldin (þegar Röskva fer að sofa milli níu og tíu). Man varla eftir sjálfri mér lengur, ætli ég sé skemmtileg? 

Kíkið á Barnaland, ætla að setja inn myndir núna.

Vil enda þetta með því að segja gleðileg jól og nýtt ár og setja inn mynd af fallegustu skottulottum í heimi:img_0196.jpg

img_0195.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert skemmtileg! Með þeim skemmtilegri sem ég veit um meira að segja.

Þetta eru alveg svakalega flottar skottur sem þið eigið

:)

Gyða 15.1.2010 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband