Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Tónlist

Mikið er ég hrifin af tónlist. Líf mitt væri ekkert án hennar.

 

Ég meina, langar ykkur ekki bara að dansa þegar þið heyrið þetta lag:

Þetta er bara sætasti og krúttlegasti norski dúett í heimi. Ég hefði nú alveg legið kylliflöt fyrir þessum söngvara fyrir einhverjum árum.

Laugardagur. Ég er að hlusta á þetta lag í botni. Sprundin er að fara að láta renna í bað fyrir mig. Yndislegur dagur.

Skóli á mánudaginn. Sjitt.

Fór á 'Skrapp út' í gær. Ha ha ha og ha ha ha. Sá nú bara fólk þarna sem ég hékk með í gamla daga. Samkvæmt þessari mynd er það bara að gera nákvæmlega sömu hlutina þá og núna.

Góða helgi krakkar mínir!


Hvað er málið ...

... með veðrið? Ég hafði ekki tíma til að fara út að ganga í gær og ætlaði því að taka tveggja tíma göngu í dag. Ég er ekkert svakalega spennt fyrir því í þessu veðri. Mér er svo sem sama um rigningu og rok í sitthvoru lagi en saman er þetta fullmikið af því góða. Spurning hvort ég taki þetta bara á morgun. Best að kíkja á veðurspána.

Frumsýningin var flott í gær. Myndin er flott. Valdís er flott. Allir eru flottir. Ég var meira segja pínu flott í fína gula kjólnum mínum, á háum hælum og í rauðu kápunni. Það var samt ógeðslega fyndið að passa ömmu í fólksfjöldanum. Með reglulegu millibili panikkaði einhver úr fjölskyldunni og æpti: 'Hvar er amma, hvert fór hún?' Ömmukrúttið var að minnsta kosti 10 cm lægri en lágvaxnasta fólkið (sem var líklega fjölskyldan mín eins og hún lagði sig) og því erfitt að finna hana stundum. Svo hló hún ýkt mikið að ömmunni í myndinni sem er byggð á henni sjálfri. Hahaha. Og já, partýið á eftir var líka flott og ég hitti Robba sæta æskuvin minn. Gaman, gaman. Skoðið endilega síðuna sveitabrudkaup.is (ég man ekkert hvernig maður setur hlekk hérna inn á svo þið verðið bara að slá þetta inn). Þetta er ógisslega skemmtileg síða.

Svo verður Rósa frænka í Fréttablaðinu á mánudaginn held ég. Er eitthvað að tala um uppáhaldshúsgagnið sitt. Og hefur ekki hugmynd um af hverju það var hringt í hana. Svo var hringt í mömmu frá Fréttablaðinu áðan og hún beðin að semja lýsingu á Valdísi þar sem það verður grein um hana í blaðinu á næstu dögum. Og mamma veit ekkert hver benti á hana. Þetta er eitthvað spúkí. Mamma hringdi í mig og bað mig að semja eitt stykki lýsandi ljóð sem ég gerði. Þeir vilja víst hafa lýsingu nokkurra á Valdísi í þessari grein. Þetta er nú meiri celeb fjölskyldan.

Síðasti dagurinn í vinnunni búinn. Eða væri það ef ég hefði ekki slugsað og ætti enn eftir að fara yfir eitt bréf. Oj mér. Ég verð að vinna eitthvað um helgina.

Bíó og kaffihús á eftir með þeim meðlimum vinnufamilíunnar sem eru á landinu. Er að hugsa um að nota dekurmiða (æ, þið munið miðana sem ég fékk frá Hrund í jólagjöf 2006) á morgun. Þá lætur Hrund renna í bað fyrir mig (og ég fæ bók að eigin vali til að lesa í baði sem er best í heimi -  og Gyða ég lofa að fara ekki með börnin þín (Ísfólkið) nálægt baðinu, nó vörrís) og  fer út í bakarí og svo er gönguferð, kvöldmatur og bíóferð (eða spóla) innifalið. Ætti að verða kósý.

Sjitt hvað mér leiðist. Ég verð eiginlega að komast út. Ég ætla að fara að gera veðurkönnun úti á svölum.


Mamma fyndna

Mamma mín er best í heimi. Hún er bara svo viðbjóðslega fyndin og sjúklega klár (undarlegt val á lýsingarorðum hjá mér) og blanda af þessu tvennu er pottþétt.

Ég sit hérna í vinnunni hjá mömmu og er að vinna (eða sko er alveg að fara að vinna). Við ætlum í hádegismat á eftir og svo þarf ég upp í skóla og í nálastungur svo ég ákvað að ég gæti alveg eins verið komin í bæinn snemma. Er líka orðin pínu leið á því að hanga ein heima. Hrund hringdi áðan til að ráðfæra sig eitthvað við mömmu. 'Hrund, þú veist að konur verða ljótar af því að hugsa of mikið'. Sagði mamma. Bahhh. Kostulegt. Mamma gæti ekki verið meira ósammála þessu. Ég meina, hvenær hugsa konur oooof mikið. Ef konur væru ekki síhugsandi væru við öll skítdauð (eða steindauð).

Frumsýning á myndinni hennar Valdísar í kvöld. Þarna verður elíta Íslands og fjölmiðlar svo ég stend mig að því að stara inn í fataskápinn í von um að finna eitthvað til að vera í. Ætli kápan mín sé ekki flottasta flíkin mín svo kannski ég verði í henni. Og nakin innan undir bara. Eftir myndina er partý og læti, rautt og hvítt og bjór og gleði gleði.

Við keyptum fjórða skópar sumarsins á Rakel í gær og svaka fína kuldaskó. Þá eigum við flíspeysu og buxur, pollagalla og kuldskó, allt glænýtt á lager. Hún á úlpu en þarf nýjar snjóbuxur. Kannski pabbinn taki það að sér.

Hvar á maður að sækja þessi strætókort maður. Meira vesenið að fá þessi kort. Svo hef ég ekki hugmynd um það hvort kortið er tilbúið eður ei.

Fór út að ganga í gær í yndislegu veðri. Nennti ekki í rigningu dagsins en fór eftir að Rakel var komin í rúmið. Labbaði í 50 mínútur og djöfull var það gott. Svo upplifði ég svo magnað augnablik í Laugardalnum. Var að labba fram hjá íþróttavellinum og einhver fótboltaleikur var í gangi. Ég var með ipodinn í eyrunum og var að hlusta á svo skemmtilegt lag. Sólin var alveg að setjast og hékk í augnhæð. Það var eins og ég gengi inn í sólarlagið, púlsinn var á fullu, ilmur af blautu grasi, tónlistin dunaði og út undan mér heyrði ég fagnaðarlæti fólks í stúkunni. Hamingjan skaust um líkamam minn og fyllti hvern krók og kima og lífsgleðin gaf mér aukna orku svo ég gaf aðeins í. Þetta var örstutt augnablik en ó svo kærkomið. Það er yndislegt þegar fólk fagnar: Nýju lífi, marki, sigri, ástvinum ...

En núna ætla ég ekki að blogga meira. Og mér finnst þið ekki nógu dugleg að kommenta hérna. Ég sakna Hlífar sem alltaf kommentar (en er í útlöndum).

Takk fyrir mig!


Jeij!

Ég gleymdi að skrifa í gær að ég væri að blogga í nýju tölvunni. En sumst, færslan í gær var skrifuð á gersemina.

Hárið orðið styttra og ég er bara sæt og fín. Hrund brosti hringinn þegar hún sá mig og knúsaði mig í bak og fyrir svo hún er greinilega ánægð með klippinguna.

Ahhhh. Við þrifum í gær. Eins og mér finnst erfitt og leiðinlegt að koma mér í það þá er kikkið sem fylgir því unaðslegt. Hahaha. Hrund var í stuði og ryksaug ekkert smá vel á meðan ég sá um minn hluta. Sprundin skúraði svo á meðan ég vaskaði upp og svo ákváðum við að taka síðasta grill sumarsins. Grilluðum hunangslegnar (mikið er þetta skrítið orð, er þetta skrifað svona?) svínakótilettur og íslenskar kartöflur sem ég sauð fyrst og skar í báta. Ég bjó til sósu úr sýrðum rjóma og kotasælu og svo höfðum við auðvitað sallat. Hollt og ótrúlega gott.

Annars fengum við Rakelin svakalegt hláturskast í gær. Rakel sat nýböðuð í sófanum og var að fara að horfa á 'Bubbi byggir'. Hún gat hins vegar engan veginn komið nafninu út úr sér: 'bugg bygg, nei buggi, nei, bugg ...' Ég var farin að hlæja og hún líka en var þó alveg ákveðin í að koma með þetta: 'Bugga bibbir' næstum því kallaði hún og svo öskruðum við úr hlátri. Já, hreinlega veinuðum, okkur fannst þetta svo fyndið. Hrund tók sér hlé frá skúringunum til þess að athuga hvað væri í gangi. Æ, hvað þetta var gaman. Rakelin er á svo brillíant aldri. Hún hefur nú alltaf verið skemmtileg en mér finnst þessi aldur eiginlega skemmtilegastur. 'Viltu skrúfa fyrir' sagði hún við mig í morgun. 'Ég sé ekkert' bætti hún við. Hún meinti sem sagt að ég ætti að draga fráLoL

Við mæðgur ætlum að fara að kaupa skó á Rakel á eftir. Það verða fjórðu strigaskór sumarsins. Hún er þvílíkur skóböðull. Það passar akkúrat að kaupa eitt par í viðbót og svo þegar það er orðið götótt þá eru það bara kuldaskór. Við keyptum ótrúlega flott föt á stelpuna í Hagkaup á mánudaginn. Steingráar, útvíðar, rifflaðar flauelsbuxur og síða, aðsniðna hettupeysu með rennilás og vösum. Það vantaði bara skólatöskuna á bakið og þá hefði hún verið klár í skólann, hún var svo fullorðinsleg.

Það kom í ljós að Hrund verður bara í skólanum á mánudögum svo ég get farið í afró á miðvikudögum. Svo bauðst mamma til að koma og passa á mánudögum þegar hún gæti. Ég er svo glöð og sæl. Núna kemst ég í betra form og geri eitthvað fyrir sjálfa mig. Á miðvikudögum ætla ég að fara í gufu og jafn vel pottinn eftir tíma og virkilega dekra við mig. Jeij! Er að hugsa um að prófa einn afrótíma á eftir og hlakka ekkert smá til.

Já. ÁFRAM HLÍF. Sem heldur fyrirlestur í dag úti í Danmörku og á að sjálfsögðu eftir að standa sig með sóma eins og alltaf. Verður gaman að fá þig heim og í afró!!!

En guð minn almáttugur hvað ég verð að fara að vinna.


Stolt

Var að fá boðskort á Sveitabrúðkaup - kvikmynd eftir Valdísi Óskarsdóttur. Já, mikið er ég stolt af móðunni minni. Og Davíð frænda sem er einn af framleiðendunum. Mæli með þessari mynd, hún er viðbjóðslega fyndin.

Fór út að ganga í dag og í gær. Fæturnir eru ekki enn búnir að jafna sig eftir geðveiki síðustu viku svo ég hef ekkert verið að skokka en tekið 45 mín. powergöngur í staðinn. Er bara ánægð á meðan ég held mínu striki, hreyfi mig á hverjum degi og passa mjög vel hvað ég borða.

Kom blað áðan frá toys eitthvað búðinni. Skoðaði það meðan ég jafnaði mig eftir gönguna. Þetta er nú meira helvítis kjaftæðið sem þeir bjóða stelpum upp á. Þetta rann eiginlega allt saman í eina bleika móðu hjá mér. Inni á milli er svo eitthvað of steikt til að vera satt. Eins og baby born. Mér finnst svona dúkkur sem eiga að líkja eftir börnum óhuggulegar og undarlegar, skil ekki til hvers þær þurfa að grenja og skíta. Allavega. Núna er hægt að kaupa baby born í reiðfötum og svo fylgir hestur með. Ungabarn í reiðfötum á hestbaki? Ungabarn? Eitt á hestbaki? Stelpur hljóta að verða algjörlega veruleikafirrtar af þessu. Má ég þá frekar biðja um rennibekkinn og smíðaverkstæðið sem ætlað er fyrir stráka eða þá njósnagræjurnar. Annars held ég að Rakel myndi helst vilja sjóræningjaskipið sem er til sölu.

Úff. Ég stend mig ekkert í vinnunni þessa dagana. Ég er bara búin með kvótann. Það endar með því að ég verð að slá inn nokkur bréf eftir að skólinn byrjar til að bæta upp slugsið í mér.

Ætla að hoppa í sturtu og fara svo í klippingu.


Rigning

Og það rignir og rignir og rignir og rignir. Annars gaf þráðlausa netkortið í tölvuna mína sig (það er utan á þar sem tölvan er hálfgerður forngripur) svo ég hef verið netlaus heima síðan á miðvikudag. Við Sprundin ákváðum að það væri bara kominn tími til að kaupa nýja tölvu og lagðist John tengdapabbi yfir hin ýmis tölvutilboð og benti okkur á þá tölvu sem honum leist best á. Við fórum svo í morgun og keyptum Sony tölvu (notabene sama merki og gamla tölvan mín sem hefur reynst mér mjög vel). John er að setja öll forrit inn í hana núna og svo getum við bara tekið hana heim á morgun. Vííí, hlakka svo til. Þar sem þetta var síðasta tölvan og sýningareintak fengum við 7000 kr. afslátt en það var nýbúið að stilla tölvunni upp svo hún var nú alveg eins og ný. Við fengum svo auka afslátt í gegnum tengdapabba svo þetta voru hin mestu kjarakaup.

Ég verð líka að segja frá nýjasta hreyfingarafreki mínu en mér tókst í gær að hlaupa í 30 mínútur. Ég náði því að fara úr 7 mínútna skokki á mánudag og yfir í 30 mínútna skokk á föstudag. Í hvert skipti geng ég á eftir skokkinu svo þetta er dágóð stund sem ég er eitthvað að skoppa. Með hreyfingu þessarar viku og mjööööög hollu mataræði í hálfan mánuð hefur mér tekist að missa 2,5 kíló. Jessssssss!!! Svo ætla ég bara að halda þessu áfram. Taka aðra svona viku og byrja svo í ræktinni þegar skólinn byrjar. Kom mér ekki út í dag þar sem líkaminn er alveg búinn á því, sérstaklega fótleggirnir. Ég er komin með blöðrur undir báðar iljar og finn að ég er að fá beinhimnubólgu. Það er því kannski gott að hvíla sig aðeins, ég á svo auðvelt með ofreyna mig. 

Við fórum til tengdó í gær, stelpurnar fóru á undan og ég hljóp og mætti svo á svæðið löðursveitt. Við fórum allar í pottinn sem var ótrúlega ljúft. Hrund skutlaði okkur Rakel heim og fór svo aftur til mömmu sinnar þar sem frænka hennar frá USA var í heimsókn. Ég kom mér fyrir upp í sófa og horfði á Sex and the City.

Í morgun fengum við okkur ristað brauð, kakó og kanilsnúða í morgunmat (nammidagur á laugarögum hjá mér) og fórum svo og keyptum umrædda tölvu. Því næst fórum við niður í bæ og skoðuðum menninguna. Við hittum Rósu og Gest og Rakel og Hrund fóru á árabát út á tjörn. Svo fórum við að hlusta á tónlist í portinu hjá Tapas barnum og því næst að skoða mótorhjól. Rakelin fékk að setjast aftan á hjá einum móturhjólagæjanum og keyrði hann sitt Harley hjól með hana aftan á einn hring í kringum tjörnina. Við fórum eftir það á bókasafnið að hlýja okkur og Rakel var í essinu sínu svona umkringd bókum. Daginn enduðum við svo á Tapas barnum þar sem við fengum okkur að borða en núna erum við komnar til tengdó. Rakel var boðin gisting hér í nótt  en við Hrund vitum ekkert hvað við gerum, það er enn þá svo mikill hrollur í okkur eftir daginn að við nennum eiginlega ekki á tónleika á eftir. Akkúrat núna sé ég náttkjólinn minn, sængina og Sex and the City í hillingum.

Svo er það leikurinn á morgun og erum við búnar að plata mömmu til að koma og horfa með okkur. Ætli ég njóti þess svo ekki að vera barnlaus og skríði aftur upp í rúm eftir hann. Það er aldrei að vita nema ég fari út að skokka og svo er planið að enda daginn í læri hjá mömmu.

Sem sagt. Ljúft líf í rigningunni. Aðeins ein krísa en Hrund er í kvöldskóla akkúrat á þeim tíma sem ég hafði hugsað mér að vera í Afró. Ég þarf eitthvað að finna út úr þessu. Á meðan þetta er helsta krísan í lífi mínu er ég samt sátt.

Vonandi blogga ég næst í nýju tölvunni. 

Og já. ÁFRAM ÍSLAND 


Hahahaha

Sem ég er að fara að byrja að skrifa nýja færslu rek í augun í fyrirsögn þeirrar síðustu. Fyrst hélt ég að einhver annar hefði komist inn á stjórnborðið, skrifað færslu og gefið henni furðulegt nafn. Ég las 'duuugle' nefnilega 'dúgúl' og var bara ' hvað í helvítinu þýðir þetta'. Þegar ég var aðeins búin að trappa mig niður og minna sjálfa mig á að vera ekki svona nojuð alltaf fattaði ég að ég hefði væntanlega skrifað þessa færslu sjálf og gefið henni nafn. Það tók mig smá tíma að muna að hún átti að heita 'duuuugleg' en ekki 'duuuugle'. Já, já, 'dúgúl'. Það er eitthvað að mér.

Ég var hins vegar aftur svona dugleg í gær. Mamma bauð okkur í pizzur og ég ákvað að hlaupa heiman frá mér og til hennar. Datt reyndar ekki í hug að ég gæti það þar sem leiðin er öll upp í móti og engar smá brekkur sem þarf að hlaupa. Ég ákvað því að labba ekkert og byrja strax að hlaupa. OG ÉG GAT ÞAÐ. Ég var 18 mínútur á leiðinni en ég hljóp allan tímann. Ég trúi þessu ekki. Ég vonast til að geta hlaupið í 20 mínútur á eftir. Ég er að springa úr gleði.

Þið ættuð hins vegar að sjá augnatillitið sem Hrund gefur mér þegar ég lýsi afrekum mínum fyrir henni. Hún horfir á mig eins og ég sé búin að missa vitið. Skilningur hennar á skoppinu mínu er álíka mikill og ef ég myndi setja hring í geirvörturnar og hefta mig í kinnina að gamni mínu. Ég reyndi að útskýra fyrir henni að ég væri ekki í góðu formi og með allt of mörg aukakíló. Þá fékk ég augnatillit sem sagði 'bíddu ... er það eitthvað vandamál?'. Konan mín má alveg eiga það að henni finnst ég alltaf óstjórnlega flott og miklu flottari núna en þegar ég kynntist henni. Þá var ég nefnilega tágrönn og hún bað mig vinsamlegast um að 'draga ekki inn magann því þá stæðu rifbeinin svo mikið út' (ég lá sko, rifbeinin sköguðu ekki út þegar ég stóð) og ég benti henni á að ég væri bara svona.

Æ, ég hef bara ekkert meira að segja núna. Vinnufjölskyldan er að fara út að borða í hádeginu þar sem þetta er síðasti dagurinn hennar Kristínar. Gyða er hætt og Hlíf fer til útlanda um helgina svo ég verð bara heima að vinna í næstu viku. Það verður skrítið að hitta ekki vinnufjölskylduna á hverjum degi, nú tekur við nokkurs konar fjarbúð.

Bueno, hasta luego.


Duuuugle

Ég og dóttir mín vorum báðar einstaklega duglegar í gær, hún í þriggja og hálfs árs skoðun og ég í hreyfingunni.

Ég hef alltaf vitað að barnið mitt væri greint og fljótt til og fékk staðfestingu á því í skoðuninni. Hún heillaði ljósuna upp úr skónum sem hafði aldrei fengið barn sem var eins 100% og Rakel sem fékk fullt hús stiga fyrir tjáningu. Talaði um vörubíl, barnarúm og kaffibolla þegar flest börn segja bíll, rúm, bolli, fór létt með að telja og kunni alla liti. Hún mældist 108 cm og 19,15 kíló, stór og hraust og langt fyrir ofan meðalkúrfu. Það er svolítið fyndið því hún var ekkert stórt ungabarn og smábarn, þá var hún bara í meðallagi en hefur á síðasta ári sprottið vægast sagt hratt. Ljósan sagði greinilegt að það væri mikið talað við barnið og lesið fyrir hana. Það er yndislegt að sjá afrakstur lestursins. Rakel hefur alltaf verið hrifin af bókum og þegar hún var rétt um eins árs fórum við að lesa fyrir hana á kvöldin. Sem sagt, mæður standa sig í hlutverkinu og barnið, sem er einstaklega vel skapað, endurspeglar það.

Ég fór aftur út að ganga í gær og var núna í 40 mínútur. Þar af hljóp ég í 16 mínútur. Djöfull er ég dugleg. Ég hef alltaf hreyft mig eitthvað þótt það komi tímabil þar sem ég er ekki nógu dugleg. Því hef ég alltaf verið nokkuð fljót að ná upp þolinu. Ég hef hins vegar aldrei verið eins fljót að því og núna og það hlýtur bara að vera svona auðvelt af því að ég er hætt að reykja (hætti 8. júlí gott fólk svo það er liðinn ágætis tími). Mér líður svo vel að vera byrjuð að hreyfa mig og ætla mér að standa mig. Ætla að hreyfa mig á hverjum degi þangað til skólinn byrjar og reyna þá að fara 2-3 í ræktina í viku. Um leið og hreyfingin kemst í gang passa ég mataræðið enn betur en venjulega og herrar mínir og frúr -  ég get SOFIÐ. Svaf á mínu græna eins og engill í nótt og fyrrinótt, rumskaði eins og venjulega þegar Hrund kom upp í en sofnaði strax aftur sem gerist mjög sjaldan. Hallelúja. Ég skal, get og vil koma mér í form og losa mig við einhver kíló. Ætla að vigta mig í lok vikunnar og sjá hver staðan er (þótt ég sé ekki bara að einblína á það, ekki hafa áhyggjur).

Ég verð að fara að vinna. Ég hef ekki staðið mig nógu vel síðan ég byrjaði aftur eftir sumarfrí. Annars er netkortið í tölvunni ónýtt. Við Hrund erum að spá í að kaupa nýja, neyðumst eiginlega til þess. Sem er gott. Slær á samviskubitið.

Yfir og út.


Ekki ólétt

Nei, ég er ekki ólétt en ef það væri fræðilegur möguleiki á því að ég væri það þá væri ég viss um að ég væri það. Enn er ég sífellt að stikna úr hita og er líkamshiti minn mun hærri en annars fólks. Ég sef illa á nóttunni og er sífellt að pissa og um helgina bættist í hópinn brenglað bragðskyn. Ég finn bara skítabragð af nær öllu, sérstaklega mjólkurvörum og safa. Sem er ömurlegt, hef reyndar borðað minna eftir að þetta breyttist. Mér fyndist nú allt í lagi að geyma þetta bara fyrir óléttuna seinna meir ...

Í gær fór ég í Heilsuhúsið og vissi að ferðin myndi kosta nokkuð mikið þar það vantaði svo marga hluti á sama tíma núna. Yfirleitt er ég að kaupa þetta einn og einn hlut (fyrir utan startpakkann sem var dýr en hann keypti ég þegar ég ákvað að 'lífræna' fjölskyldu mína). Í gær vantaði sturtusápu og svitasprey, andlitshreinsi og hárnæringu. Ég kom út með:

1,5 kg af fljótandi þvottaefni

750 ml af klósetthreinsi

500 ml af alhliðahreinsi

500 ml af uppþvottalegi

hárnæringu

barnasjampó

andlitshreinsi

svitalyktareyði

sturtusápu

calendula mjólk í baðið fyrir gullið mitt

tannkrem

munnskol

barnavítamín

krydd

súpu

Herlegheitin kostuðu meira en 10000 en minna en 20000 kr. Ég veit, ég veit, hræðilega mikið. En heilmikið af dóti. Og ég lét þann draum minn rætast að fara að nota lífrænt þvottaefni og hreinsiefni. Bæði er þetta umhverfisvænt og lífrænt og hvorutveggja skiptir mig miklu máli. Startpakkar eru alltaf dýrir en reyndar var verðið á þessum hreinsiefnum ekki eins svakalegt og mig minnti. Mikið hlakka ég til að þrífa (eða þú veist, nei, ömurlegt að þrífa) með hreinsiefni sem erta ekki í mér lungum og valda mér kláða á handleggjum og eldrauðum höndum (ég gleymi svo oft að nota hanska). Ég er líka svo ánægð með að hafa loks fundið lífrænt tannkrem sem mér líkar við. Ég hef átt mjög erfitt með það (þótt Rakelin noti alltaf svoleiðis og finnist venjulegt viðbjóður), hefur aldrei fundist þau nógu fersk, en þetta er ferskt og gott.

Við Hrund eigum sjaldan einhvern pening milli handanna sem við getum eytt í hvað sem er en það koma tímar inn á milli og þá finnst mér gott að nota þá í eitthvað svona. Við erum meira að segja allt of lélegar í að kaupa eitthvað handa okkur sjálfum. Eins og föt. En núna verður ekki meiri pening eytt, eigum núna glæsileg útvistarföt og allt í útileguna og erum orðnar lífrænar lífrænar lífrænar.

Jei!

Ég var samt í svo miklu sjokki yfir því að hafa eytt svona miklu að ég ákvað að ganga það af mér. Og ég er svo stolt af mér. Hef ekkert hreyft mig í sumar, ekkert eiginlega síðan við Hrund vorum í Baðhúsinu í vetur og vor. Ég tók 30 mín. og þar af hljóp ég í 7 mín. Sem mér finnst magnað svona í fyrsta skipti. Og ég hljóp hratt, þetta var svona 400 m hlaups hraði (ég hugsa hlaup alltaf út frá frjálsum, ég hljóp heil ósköp á þeim árum) og ég náði að halda honum. Ég gekk frá húsinu mínu og upp á Langholtsveg, gekk hann út á Kleppsveg og beygði þaðan aftur inn í Skipasundið, gekk allt Skipasundið út að Drekavogi og þaðan aftur upp á Langholtsveg, hljóð Langholtsveg út á Kleppsveg, fór aftur Skipasundið og tók meira að segja 2 mín. endasprett þar sem ég hljóp eins hratt og ég gat. Svo gerði ég magaæfingar þegar ég kom heim. Djöfull leið mér vel. Ég bara meika ekki lengur að burðast með þessi aukakíló. Ég vil að minnsta kosti komast í gott form og ætla því í Baðhúsið í haus. Já, já, já.

En nú verð ég að fara að fara að vinna!


Stjörnumerki

Mikið óskaplega er gaman að velta stjörnumerkjum fyrir sér. Ég prófaði að para mitt merki (hrútinn) saman við öll hin merkin á mlb.is til þess að komast að því hvernig ég og fólk í öðrum merkjum ættum saman.

Þetta erum við Hrund:

'Hrútur og Naut eiga það til að festast saman á hornunum og þá er aldrei að vita hvernig fer. Hrúturinn sést ekki fyrir og hvikar ekki frá fyrirætlunum sínum, en Nautið er ennþá þrjóskara og lætur ekki haggast, hvað sem á dynur. Ef Hrúturinn beitir persónutöfrunum, getur hann yfirleitt fengið Nautið til að gleyma að því mislíkar við hann, en hjónaband verður aldrei átakalaust.'

Hahahahahaha. Ég las þetta fyrir Hrund sem hló við og sagði mér svo bara að gleyma því að reyna að hafa einhver áhrif á hana með persónutöfrum, það myndi ekkert ganga. Nei, nei, það á bara að valta yfir mann. Aldrei átakalaust. Je minn eini. Svo er yngri brósi minn líka naut og aldrei nokkurn tíma hef ég lent í veseni með þann fullkomna og yndislega dreng.

Við tengdó erum báðar frábærar og ákveðnar konur og held ég að það hafi tekið okkur báðar nokkurn tíma að átta okkur hvor á annarri. Held líka að við höfum komist að því að við gætum skemmt okkur vel saman og núna finnst mér traust og einlægni einkenna okkar samband. Hér erum við:

'Hér rekast saman eldur og vatn, svo fullrar aðgátar er þörf. Hrúturinn verður að umgangast Sporðdrekann af fullri virðingu og tillitssemi og draga úr meðfæddum eldmóði sínum og Drekinn verður að reyna að vera heiðarlegur og hreinskilinn. Það er ólíklegt að fólk í þessum merkjum geti eignast langvarandi og traust samband, til þess er eðlið of ólíkt.'

Ég er alveg sammála því að hér rekast eldur og vatn saman. Og þvílíkt fjör sem fylgir því. Það getur vel verið að það hentaði mér ekki að giftast sporðdreka en tengdó er sporðdreki að mínu skapi.

Þetta fann ég um mig og Oddnýju bestu vinkonu:

'Hrútur og Tvíburi eru alltaf að þræta, en það er kannski meira í nösunum á þeim, því báðir eru fljótir að fyrirgefa og gleyma öllum rifrildum. Þessi tvö merki laðast yfirleitt hvort að öðru og finna til sterkrar samstöðu. Hjónabandið gæti orðið gott, því báðum finnst hinn aðilinn skemmtilegur, spennandi og indæll, en hrútnum gæti þótt kynlífið heldur leiðigjarnt og tvíburinn of málglaður í bólinu!'

Þetta á bara mjög vel við okkur. Já, já, já. Það hefur nú ekkert reynt á bólfimina svo við losnum við leiðindin sem væntanlega fylgdu því.

Ég sá líka og að ég og Hlífin eigum vel saman en það hef ég nú alltaf vitað (ertu ekki örugglega vatnsberi Hlíf?):

'Vatnsberi og Hrútur heillast hvor af öðrum, enda trúa báðir statt og stöðugt á framtíðina. Báðir eru trygglyndir og öll sambönd þeirra á milli ættu að verða djúp og einlæg, hversu lengi sem þau endast. Hvorugur veltir sér uppúr gömlum misklíðarefnum og samkomulagið er yfirleitt mjög gott.'

Ég veit nú ekki alveg hvort þetta á við mig og papito en kannski væri allt öðruvísi ef ég hefði alist upp hjá honum. Okkar samband verður samt alltaf betra með árunum og hann er nú meira krúttið. 

Síðast en ekki síst, ég og mamman mín:

'Eins og allir vita, laðast andstæður hver að annarri, svo það er ekki að furða að Hrútur og Krabbi felli oft hugi saman. Hrúturinn vill auðvitað vera sá sem ræður í sambandinu og hinn ofurviðkvæmi Krabbi lætur sér það vel líka - upp að vissu marki. Hrútur og Krabbi geta verið ágætis vinir, en ef til hjónabands kemur, er einungis um tvennt að ræða: Gullbrúðkaup eða skilnað aldarinnar!'

Við andstæðurnar höfum nú oft æst okkur hvor við aðra en mamma er gull og samband okkar á ekki eftir að enda með neinum skilnaði. 

Ég ætla nú ekkert að setja allt inn. Veit núna að ef ég vil lifa brjáluðu og villtu kynlífi (sem ég myndi nú engan veginn nenna að standa í) þá ætti ég að gera mér dælt við ljón.

Samkvæmt mbl. is eru þau tvö merkin sem eiga einstaklega vel við mitt, annað er vog:

'Hrútur og Vog eru eins og sköpuð fyrir hvort annað! Blíðlyndi og sáttfýsi Vogarinnar hefur róandi áhrif á eldseðli Hrútsins, en hann þarf aftur á móti að læra að beita Vogina ekki yfirgangi, því þá er hún vís með að fara. Þessi tvö merki laðast strax hvort að öðru og öll sambönd geta orðið langvarandi og traust, jafnt í ástum og starfi.'

Ég bara veit ekki hvort ég þekki einhverja vog! Man reyndar hvorki í hvað merki Kristín í vinnufamilínunni né Tinna Rós eru í. Verð að komast að því. Hitt merkið er bogmaður:

'Bogmaður og Hrútur eiga margt sameiginlegt. Báðir eru heiðarlegir og hreinskiptnir, hafa gaman af íþróttum og eru gæddir mikilli athafnaþrá. Sambönd milli þeirra einkennast eflaust af háværum deilum og kappræðum um allt milli himins og jarðar, en báðir hafa gaman af slíku. Þessi tvö merki eiga einkar vel saman og öll sambönd þeirra á milli væru báðum til ánægju.'

Ég þekki slatta af bogmönnum og allt er það fólk sem mér þykir mjög vænt um og met mikils. Litla sys t.d., Arna æskuvinkona, barnið mitt einasta, Gyða, Davíð frændi ... Auk þess var fyrsta ástin mín bogmaður og okkar samband var æði. Það var æðisgengið, æðislega skemmtilegt og við vorum æðislega klikkaðar. Ef við hefðum ekki verið pínu ruglaðar hefði það bara verið frábært (þú veist hver þú ert!!!).

Mig langar rosalega að láta gera stjörnukort fyrir mig ... 

Annars gifti ég mig varla eða hvað? Kvænist ég ekki? 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband