Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Djúsað

Ég fór á fyrsta djammið, ALVÖRU djammið í gær síðan í svona nóvember 2008. Þá fékk ég mér sem sagt síðast í glas og fór niður í bæ að dansa.

Me, oh men hvað það var gaman.

Vinnufjöldkyldan hittist og át, spilaði, spjallaði og sötraði frá sér allt vit og rölti svo niður í bæ. Gyða sveik mig ekki um dansinn (var búin að lofa að dansa með mér) og við dönsuðum á Barböru þangað til ljósun voru kveikt. Ég skreið svo inn úr dyrunum upp úr sex um morguninn og fílaði mig í tætlur. Reyndar var ég mjög fegin að vera drukkin því brjóstin á mér voru að SPRINGA af mjólk með tilheyrandi sársauka sem áfengið deyfði. Ég þurfi að tappa af áður en ég fór að sofa og nokkrum sinnum eftir það sem sleit svefninn svolítið í sundur en ...

það SKIPTIR EKKI MÁLI  því ég var að DJAMMA.

Treysti mér loks til að gefa Röskvu mjólkina mína að verða fimm um daginn (maður verður að vera aaaaalveg edrú og ég vildi ekki taka neina sénsa). Ég var búin að safna mjólk í marga daga og plana mig þvílíkt og vera stressuð og kvíða því að fara frá Röskvu en það var allt þessi virði.

Fékk svo indverskan og rótsterkan mat um kvöldið í boði Hrundar og nammi á eftir (nammidagur á laugardögum) og Sprundin sá að mestu um krílið. Hún fór svo á djammið um kvöldið og Röskvan var góð við mömmu sína og vaknaði EKKERT nema til að drekka. Það hefur ekki gerst í allavega þrjár vikur.

Núna er ég bara uppfull orku og svo glöð og hress og finnst ég get sigrað allan heiminn. Ég er samt ekki á leiðinni á neitt fylleríisdjamm neitt á næstunni aftur, það er alltof mikið vesen þegar maður er með barn á brjósti.

Þetta var ÆÐI. Nauðsynlegt að nota mikið af hástöfum til þess að lýsa þessu. Reyndar held ég að Oddný mín og Katla hafi verið á djamminu sama kvöld bara fyrir Norðan og ég rétt missti af Títu á Barböru en ég held að við höfum allar djammað saman í anda (höfum ekki djammað saman í einhver ár, get svo svarið það).

Vá.

 


Svíþjóð

Við erum búnar að kaupa miða til Svíþjóðar í ágúst.

Vúhú!!!


Brrr

Oj þessu veðri. Ekkert tillit tekið til þess að maður er með vagnabarn sem sefur bara í vagninum á daginn og hvergi annars staðar. Trúi því varla en svo virðist sem ég hafi náð að plata hana. Hún liggur í léttum útigalla og með húfu  í vagninum inni á baði með galopinn glugga. Snjóar og blæs á hana. Búin að sofa í einn og hálfan tíma sem er frábært. Barnið var líka úrvinda eftir erfiða (en skemmtilega helgi). Vorum í afmæli á laugardag og skírn í gær og lúrarnir hennar fóru allir í rugl. Á meðn nýskírði, 10 dögum yngri frændinn svaf á sínu græna eyra í bílstólnum í miðri veislu tók Röskva svefntrylling og öskraði úr sér lungun af þreytu enda vagninn fjarri góðu gamni. Rotaðist á endanum í fanginu á ömmu sinni Aðalbjörgu þar sem hún vildi ekki sjá þessar mæður sem neituðu henni um gærupokann og notalegan vagninn.

Krílið svaf svo í fyrsta skipti í eigin rúmi í nótt. Settum saman rimlarúmið og komum því fyrir við hliðina á mér og hún var bara sátt við það. Átti svo erfiða nótt (sem gerist stundu  og er ekki tengt nýja rúminu held ég) og var sífellt að rumska og vola og væla og öskra og enginn veit af hverju svo ég náði ekki beint að njóta mín í öllu plássinu í rúminu. Hefur átt soldið margar svona nætur undanfarið og ég held að ég hafi aldrei verið eins þreytt í lífinu. Ég legg mig ekki á daginn þegar hún er úti í vagninum, kann ekki við það, svo ég skrökti hérna um eins og uppvakningur. Svona er að vera krílamamma.

Annars heyrist mér kútur eitthvað að vera að rumska.

Bolludagur í dag og ég hef enga nennu til að baka. Bara borða. Stelpurnar fá báðar bollur í leikskólanum og mamman mín keypti bollur handa mér sem ég borðaði með bestu lyst.

Fór í partý á laugardaginn. Var edrú og hress og skemmti mér konunglega með mömmugrúppunni minni. Gaman að komast út. Ekki gaman að finna föt á mig þar sem ég er svo mikil feitabolla. Er alveg að fara að finna kraftinn til að gera eitthvað í þessu. Ég og matur. Þið vitið hvernig þetta er. Kann ekkert með hann að fara.

Ætla að setja aðeins í sófann og stara út í loftið. Ætti að vera að sækja um sumarvinnur en er of þreytt til að vera til.


Hlátur

Röskvu finnst ekkert eins fyndið og æðislegt í heimnum eins og Rakel Silja stóra systir. Hún brosir alltaf þegar hún sér hana og á sunnudaginn fékk hún algjört hláturskast. Hún hló alvöru barnahlátri í annað skiptið á ævinni og við erum að tala um að hún skellihló að Rakel sem var að fíflast við hana. Ég hef sjaldan heyrt neitt eins fallegt og tárin bara streymdu úr augunum á mér.

Í gær eftir kvöldmat var mikið sturtu session hjá fjölskyldunni. Fyrst fór Hrund í sturtu og Rakel með og svo hoppaði Hrund út og ég inn og Rakel var áfram með mér í sturtu. Röskva bættist svo í hópinn eftir blundinn sinn og hafði það gott í mammíarfangi með bununa á bakinu. Alltí einu fer hún að stríða Rakel, ég sver það, barnið varið að stríða! Hún tróð litlu tásunum sínum í andlitið og upp í Rakel sem hló og hló og Röskva hló og hló. Þetta var yndislegt stund. Ég var með litla kútinn minn í fanginu og stóra kútinn við hlið mér og öll fjölskyldan skellhló.

Tárin ætluðu aldrei að hætta að sreyma, bæði var ég svo upprifin yfir þessu öllu saman og hamingusöm og svo grenja ég alltaf þegar ég hlæ.

Best í heimi.


Fram og til baka

Á nokkrum dögum höfum við ákveðið að hafa gleðiveislu handa Röskvu (ætluðum alltaf að láta blessa hana en vorum ekki vissar með veislu), hætt við það og skipt svo aftur um skoðun eftir fund með Hirti Magna og pantað sal. Svo held ég núna að við munum endanlega hætta við þetta þar sem við fengum vitlaust verð gefið upp og myndi salurinn með öllu kosta okkur minnst 20.000 krónum meira en við bjuggumst við og þá eru veitingarnar eftir. Þetta er að verða aðeins of dýrt fyrir okkur. Á eftir að ræða þetta við Hrund (var bara að komast að þessu áðan) en ætli við endum ekki á því að hafa blessunina heima og bjóða mömmu og Sillu að vera viðstaddar. Kannski væri gaman ef við fjölskyldan og þær kíktum út að borða á eftir bara. Betra að nota stóóóru summuna sem átti að fara í veisluna í sumarfríið bara.

Annars gleymdi ég alltaf að segja ykkur að ég er búin að setja inn myndir af fallegustu fjölskyldunni á rakelogroskva.barnaland.is

Gleymdi líka að segja ykkur að Röskva var í 3 mánaða skoðun í gær og hún er búin að þyngjast um tæp 1600 gr og lengjast um 12 cm! Hún fékk toppeinkunn frá lækninum og mikið hrós fyrir að hafa velt sér svona snemma. Ég var auðvitað að rifna úr monti ...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband