Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Ugh

Efitr að ég varð ólétt og átti hefur íslenskukunnátta mín versnað til muna. T.d. skrifaði ég tína með ý í færslunni um húsmóðurina. Það er glatað. Stend mig oft að því að vera búin að gleyma orðum, orðasafnið í kollinum hlýtur að hafa orðið eftir á spítalanum. Þetta gengur ekki. Ég hef stórkostlegar áhyggjur af þessu. Ætlið það saxist eitthvað á heilann með brjóstagjöfinni?

Óður til móður og húsmóður með athyglisbrest

Þið sem rekið heimili þekkið þetta.

Dagurinn var nokkuð kreisí. Svaka stress heim úr skóla og leikskóla með strætó að ná í eldri dömuna. Hjálpað til við lærdóm með annarri og matað með hinni. Sturta dömuna, koma henni í spariföt, keyra konuna í skólann, keyra um hverfið eins og vitleysingur í leit að afmælisveislu, litla barnið búið að kúka upp að eyrum og gargandi og gólandi. Ok, smá pása í heimsókn hjá mömmu á meðan daman er í afmæli og litla barnið sefur í 20 mín. Svo hefst leikurinn aftur. Ná í dömuna, heim með börnin, bursta tvö sett af tönnum, í náttföt, leggja yngri, lesa fyrir eldri. Ah. Búin.

Djóóóók.

Núna byrjar ballið. Taka til föt morgundagsins fyrir eldri. Það má ekkert tefja fyrir barninu sem vaknar og gerir alla hluti í slow motion fyrir átta. Setja óhrein föt í óheina tauið, taka upp úr bleiutösku yngri sem skeit upp á bak rétt fyrir heimsókn hjá ömmu, taka til inni á baðherbergi eftir brjálæðið sem átti sér stað fyrir korteri. Rek augun í óhreinar bleiur í baðkarinu og minni sjálfa mig á að þvo þær rétt strax og moppa svo gólfið á leiðinni út.

Fer inn í eldhús þar sem allt er í rúst eftir lærdóm, át og innpökkun á gjöf fyrr um daginn. Tek til á eldhúsborði, tíni upp leikföng, ákveð að uppvaskið sé smotterí sem má bíða til morguns, fer inn á bað með eldhúsrúllur til að koma þeim fyrir upp á skáp. Man þá eftir bleiunum og skola úr. Fer svo að vesenast við að finna góðan stað fyrir moppuna svo það sé auðvelt að grípa í hana. 

Fer að undirbúa nestisgerð. Fer og næ í nestibox í töskuna hjá eldri, set um leið íþróttadót ofan í, tek til hreinar bleiur fyrir leikskólann hjá yngri, geri útiföt tilbúin fyrir morgundaginn og fer aftur inn í eldhús. Gleymi nestiboxi frammi. Tek eftir perli sem ég var búin að lofa að strauja. Gramsa lengi í skáp eftir straujárni, tek aðeins til í skápnum, finn ljósaperur og skoða og máta í ljósið inn í eldhúsi þar sem ein pera er sprungin. Fer aftur að leita að straujárni og finn þá sílikonsprey. Ákveð að spreyja nýju kuldaskóna hennar Rakelar. Geri það tilbúið, finn straujárn og sting í samband. Spreyja á meðan járn hitnar og minni sjálfa mig á að merkja skóna. Já og kerruna sem ég geymi í leikskólanum hjá yngri á daginn. Strauja perl. Man aftur eftir nestisboxinu sem ég gleymdi á gólfinu frammi og næ í það. Geri nesti fyrir mig og eldri. Fer að hugsa um kvöldmatinn á morgun. Nýjar kartöflur og heimagerðar kjötbollur. Besta að ná í hakk úr frysti. Átti ég ekki annars gufusoðinn kjúkling og fisk fyrir Röskvu? Tek allt út úr frysti, finn það sem ég leita að og raða inn í aftur.

Fer inn í stofu að ná í merkimiða. Fer að tína saman leikföng og blaðarifrildi eftir Röskvu. Brýt saman bleiur og geng frá. Man eftir merkimiðum, finn þá og merki. Næ í mjaltagræjurnar. Merki kerru. Ákveð að vaska aðeins upp. Verð að hætta því Röskva finnur ekki snuðið sitt og er í tráma inni í rúmi.

Ákveð að blogga og drekka vatn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband