Fram og til baka

Á nokkrum dögum höfum við ákveðið að hafa gleðiveislu handa Röskvu (ætluðum alltaf að láta blessa hana en vorum ekki vissar með veislu), hætt við það og skipt svo aftur um skoðun eftir fund með Hirti Magna og pantað sal. Svo held ég núna að við munum endanlega hætta við þetta þar sem við fengum vitlaust verð gefið upp og myndi salurinn með öllu kosta okkur minnst 20.000 krónum meira en við bjuggumst við og þá eru veitingarnar eftir. Þetta er að verða aðeins of dýrt fyrir okkur. Á eftir að ræða þetta við Hrund (var bara að komast að þessu áðan) en ætli við endum ekki á því að hafa blessunina heima og bjóða mömmu og Sillu að vera viðstaddar. Kannski væri gaman ef við fjölskyldan og þær kíktum út að borða á eftir bara. Betra að nota stóóóru summuna sem átti að fara í veisluna í sumarfríið bara.

Annars gleymdi ég alltaf að segja ykkur að ég er búin að setja inn myndir af fallegustu fjölskyldunni á rakelogroskva.barnaland.is

Gleymdi líka að segja ykkur að Röskva var í 3 mánaða skoðun í gær og hún er búin að þyngjast um tæp 1600 gr og lengjast um 12 cm! Hún fékk toppeinkunn frá lækninum og mikið hrós fyrir að hafa velt sér svona snemma. Ég var auðvitað að rifna úr monti ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sætu þið! Myndirnar eru æði :)

Gyða 4.2.2010 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband