Hlátur

Röskvu finnst ekkert eins fyndið og æðislegt í heimnum eins og Rakel Silja stóra systir. Hún brosir alltaf þegar hún sér hana og á sunnudaginn fékk hún algjört hláturskast. Hún hló alvöru barnahlátri í annað skiptið á ævinni og við erum að tala um að hún skellihló að Rakel sem var að fíflast við hana. Ég hef sjaldan heyrt neitt eins fallegt og tárin bara streymdu úr augunum á mér.

Í gær eftir kvöldmat var mikið sturtu session hjá fjölskyldunni. Fyrst fór Hrund í sturtu og Rakel með og svo hoppaði Hrund út og ég inn og Rakel var áfram með mér í sturtu. Röskva bættist svo í hópinn eftir blundinn sinn og hafði það gott í mammíarfangi með bununa á bakinu. Alltí einu fer hún að stríða Rakel, ég sver það, barnið varið að stríða! Hún tróð litlu tásunum sínum í andlitið og upp í Rakel sem hló og hló og Röskva hló og hló. Þetta var yndislegt stund. Ég var með litla kútinn minn í fanginu og stóra kútinn við hlið mér og öll fjölskyldan skellhló.

Tárin ætluðu aldrei að hætta að sreyma, bæði var ég svo upprifin yfir þessu öllu saman og hamingusöm og svo grenja ég alltaf þegar ég hlæ.

Best í heimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 56722

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband