Brrr

Oj þessu veðri. Ekkert tillit tekið til þess að maður er með vagnabarn sem sefur bara í vagninum á daginn og hvergi annars staðar. Trúi því varla en svo virðist sem ég hafi náð að plata hana. Hún liggur í léttum útigalla og með húfu  í vagninum inni á baði með galopinn glugga. Snjóar og blæs á hana. Búin að sofa í einn og hálfan tíma sem er frábært. Barnið var líka úrvinda eftir erfiða (en skemmtilega helgi). Vorum í afmæli á laugardag og skírn í gær og lúrarnir hennar fóru allir í rugl. Á meðn nýskírði, 10 dögum yngri frændinn svaf á sínu græna eyra í bílstólnum í miðri veislu tók Röskva svefntrylling og öskraði úr sér lungun af þreytu enda vagninn fjarri góðu gamni. Rotaðist á endanum í fanginu á ömmu sinni Aðalbjörgu þar sem hún vildi ekki sjá þessar mæður sem neituðu henni um gærupokann og notalegan vagninn.

Krílið svaf svo í fyrsta skipti í eigin rúmi í nótt. Settum saman rimlarúmið og komum því fyrir við hliðina á mér og hún var bara sátt við það. Átti svo erfiða nótt (sem gerist stundu  og er ekki tengt nýja rúminu held ég) og var sífellt að rumska og vola og væla og öskra og enginn veit af hverju svo ég náði ekki beint að njóta mín í öllu plássinu í rúminu. Hefur átt soldið margar svona nætur undanfarið og ég held að ég hafi aldrei verið eins þreytt í lífinu. Ég legg mig ekki á daginn þegar hún er úti í vagninum, kann ekki við það, svo ég skrökti hérna um eins og uppvakningur. Svona er að vera krílamamma.

Annars heyrist mér kútur eitthvað að vera að rumska.

Bolludagur í dag og ég hef enga nennu til að baka. Bara borða. Stelpurnar fá báðar bollur í leikskólanum og mamman mín keypti bollur handa mér sem ég borðaði með bestu lyst.

Fór í partý á laugardaginn. Var edrú og hress og skemmti mér konunglega með mömmugrúppunni minni. Gaman að komast út. Ekki gaman að finna föt á mig þar sem ég er svo mikil feitabolla. Er alveg að fara að finna kraftinn til að gera eitthvað í þessu. Ég og matur. Þið vitið hvernig þetta er. Kann ekkert með hann að fara.

Ætla að setja aðeins í sófann og stara út í loftið. Ætti að vera að sækja um sumarvinnur en er of þreytt til að vera til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hugsar svo mikið! Ég vona að þú hafir náð að tæma hugann aðeins í sófasetunni.

Gyða 15.2.2010 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband