24.3.2010 | 10:38
Matargat
Röskva fékk í fyrsta skipti matarsmakk í gær. Ég ætlaði að bíða með það þangað til hún yrði 6 mánaða (þótt að brjóstamjólkin dugi alveg lengur en það, það er gömul mýta að næringin fari að minnka eftir 6 mánuðina, hins vegar er allt í lagi að þau fái að borða og ég vil að Röskvan verði komin með smá matseðil þegar Hrund fer í orlof) en það fer ekki allt eins og maður ætlar. Röskva er gjörsamlega búin að missa áhugann á pelanum. Ég þarf að plata mjólkina ofan í hana. Hún drekkur kannski tæpan hálfan pelann og nennir ekki meiru. Ég er því að bjóða henni mismunandi stellingar og staði í húsinu og syng eins og mér sé borgaði fyrir það á meðan. Þannig tekst mér að koma meirihlutanum ofan í hana. Auk þess hefur hún svoleiðis starað á allt sem ég set ofan í mig og svo var það bara móðurinnsæið sem sagði mér að hún væri tilbúin.
Og oh my god sko. Hún RÉÐST á skeiðina. Hún fékk lífrænan graut frá Holle blandaðan út í brjóstamjólk og hörfræjaolíu út á. Það kom skrítinn svipur á hana fyrst og hún fattaði ekki alveg hvað hún átti að gera við þetta en hún var snögg að átta sig og grauturinn hvarf ofan í hana. Hún fékk nú bara tvær teskeiðar svona til að byrja með en váts hvað okkur fannst þetta öllum gaman. Hrund keypti IKEA barnastól fyrir hana og þarna sat hún orðin svona líka stór með graut í eina hárinu á höfðinu, baðandi út öllum öngum af spenningi. Mamma keypti 'Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða' sem er snilldar bók með öllu því sem þarf að vita. Stefni á lífrænt og heimagert mauk og allan pakkann. Maukaði nú allt sjálf fyrir Rakelin eftir að við fluttum á Laugarnesveginn. Ætla svo líka í framtíðinni að gera grautana mína sjálf, þegar hún má fá glúten og svona (eftir 6 mánaða). Fann svo plan á naeringarsetrid.is sem gott er að fara eftir. Þar er plan viku fyrir viku yfir hvenær má bæta við máltíðum og fæðutegundum. Gaman að þessu.
Röskva er svo alveg farin að hafna brjóstinu þegar hún er vakandi. Hún hefur fengið 5 pela á dag með brjóstamjólk og svo brjóst á nóttunni og fyrst á morgnana í 9 vikur núna (vá, er ég búin að mjólka mig í 9 vikur!). Ég er rosalega þakklát fyrir hvað þetta hefur gengið vel og eiginlega hissa á því að hún hafi ekki hafnað brjóstinu fyrr. Mamma keypti dunk af lífrænni þurrmjólk (hvað gerði ég án múttunnar?) og ég tók þá ákvörðun að gefa henni þurrmjólk á nóttunni ef hún vill ekki brjóstið. Get ekki staðið í því að auka framleiðsluna og svo tekur hún stundum brjóstið og stundum ekki og bara ... þetta er komið gott. Brjóstamjólkin verður samt áfram aðalfæðan og ég nota bara þurrmjólkina ef hún vill ekki brjóstið. Svo tók hún reyndar brjóstið í nótt en í ekki morgun svo þá fékk hún brjóstamjólk í pela og svo pínu þurrmjólkurlögg rétt fyrir blundinn sinn.
En núna ætla ég að nýta tímann meðan barnið sefur og borða eitthvað.
ps. Var að skoða myndir af Rakelinn minni þegar hún var 5 mánaða. Trúi varla að hún hafi einu sinni verið svona lítil. Mjög gaman að skoða myndir af stelpunum mínum á sama aldri. Svoooo fallegar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jahérna! Þetta eru nú meiri planleggingarnar! Þú stendur þig vel í þessu :)
Gyða 25.3.2010 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.