20.7.2010 | 09:46
Dagarnir
Dagarnir þjóta hjá. Finnst sumarið svo stutt svo stutt. Helgarnar sem Rakel er heima eru svo fáar og dagarnir eru ekki eins án hennar. Hef samt notið þess innilega að vera ein með Hrund og Röskvu undanfarið meðan Rakel er í fríi með pabba sínum. Stússast, knúsast, borða humarsúpu, sitja úti á svölum og kjassa barnið endalaust. Eftir ofsaveður á köflum með heiðskýrum dögum og regnboga inn á milli gutlast samband okkar spúsunnar núna áfram eins og fjörugur lækur, tær og svalandi. Held að þroskinn hafi komið yfir okkur ...
Títa mín verður með ljósmyndasýningu á Barböru þann 24. júlí kl. 20:00 og ég mæli með að allir komi. Þetta er hennar framlag til réttindabaráttu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender. Þarna má meðal annars finna myndir af mér og stelpunum mínum, myndir sem kitla hjartað. Allavega mitt.
Rakel missir tennur og Röskvan sýnir hvað hún er stór. Alltaf eru þessar skottur skríkjandi kátar og spila á strengi mína lög hamingjunnar. Í kembingsaugum Hrundar er að finna allan fallegan sannleika um mig sem ég á svo oft erfitt með að koma auga á án hennar hjálpar.
Framundan er rok, sól og sjór á Malarrifi. 30. júlí pökkum við nokkrum tonnum af dóti í bílinn, troðum börnum og okkur inn á milli og brunum 'heim'. Rauðhausinn minn kemur heim næstum helgi og er búinn að fala gistingu í tjaldi. Ég er ströng og stend fast við reglurnar sem ég set en á sama tíma læt ég allt eftir barninu. Stenst ekki frekknótt nef undir glettnum augum, rammað inn af rauðasta haddi Íslandsins. Og barnið má ekki af mér sjá. Rolast um þegar ég er ekki heima, finnst ég ALLTAF vera að vinna og það lengi og elskar mig langt yfir blóðtengsl og norm.
Svo er það bara Svíþjóð ... Þar hefur hluti af mér skotið rótum og ég lifna við innan um sönglandi sænsku, hjól og ís.
Við mæður ætlum í skólatöskuleit á eftir. Best að vera búnar að redda flestu fyrir sumarfrí og vonandi án þess að það kosti báðar hendur og fætur.
Kannski finnst ykkur þetta of væminn pistill en það er það sem við þurfum. Trúið mér.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið svakalega ertu góður penni! :) Elska að kíkja hingað inn og sjá nýtt blogg. :) Og það er sko ekkert að því að vera væmin, sérstaklega þegar maður hefur svona margt gott í lífi sínu til að þakka fyrir og elska.
Jóhanna jólabarn 21.7.2010 kl. 19:56
Takk:) Alltaf gaman að fá kvitt frá þér!
dr 22.7.2010 kl. 13:29
ekkert væmið rósin mín. Bara dásamlega gott og fallegt... keep on....
Gunnsa 22.7.2010 kl. 14:39
Fékk næstum tár í augun. Þú skrifar svo fallega Díana mín. Elskar ykkur allar stelpurnar mínar. She
Tengdó 23.7.2010 kl. 11:39
Takk Gunnsa mín og takk elsku tengdó, við elskum þig líka:)
dr 26.7.2010 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.