30.5.2013 | 09:21
Í morgunsárið
Ég svaf svo illa í fyrranótt. Það var svo heitt í svefnherberginu. Ég bylti mér. Hrund bylti sér. Röskva bylti sér (já, hún er alltaf upp í, hefur vljað vera eins nálægt mæðrum sínum og hún getur síðan hún var bara mállaus angi). Hrund var heitt. Röskvu var heitt og þegar henni er heitt blossar exemkláðinn upp og hún klóraði sér svo drundi í herberginu. Enginn sofandi en samt ekki vakandi. Eftir tveggja tíma andvöku flúði ég inn í sófa og svaf þar með þunnt teppi ofan á mér.
Var svo þreytt í gær og drakk allt kaffi í heiminum. "Það er svo mikil vinna að vera mamma að það er ótrúlegt að maður fái ekki borgað fyrir það," sagði ég við Rósu frænku þar sem ég var búin að rífa hálfa geymsluna fram á gang og leitaði löðursveitt að dóti sem ég ætlaði að láta hana hafa fyrir Óskar, litla erfðaprinsinn hennar. Auðvitað fæ ég þetta borgað, stelpurnar mínar eru bestar í heiminum en þið skiljið hvað ég á við. Eintóm yfirvinna og næturvaktir í móðurhlutverkinu.
Sumst. Mikið að gera. Tók að mér prófarkalestur í aukavinnu til að safna fyrir Lególandi í ágúst. Var á svo miklum þönum í gær; vinna, Bónus, sækja barn, taka við símtölum frá Rakel sem var að plana vinahittinga, taka upp úr pokum, reyna að gera pastasalat á meðan ég tók mig til fyrir ræktina. Gleymdum eggjunum í suðu á eldavélinni. Skar smá grænmeti, þau til að setja í þvottavél, reif saman dót handa Rósu frænku og Óskari, hrærði í potti, skipulagði pökkun fyrir skátaútilegu Rakelar í huganum, planaði vinnu kvöldsins og svitnaði. Þetta var of mikið. Ákvað að sleppa zumbanu (sem ég geri aldrei) og láta mér duga skokk í gær og skokk í dag. Fann hvernig slaknaði aðeins á vöðvunum. Tók eggjapottinn af hellunni, kláraði að skera grænmetið, gat pufast í geymslunni og fundið dót og þar sem ég reif nánast allt út úr geymslunni fann ég loksins stóran plastkassa með yfirhöfnum sem ég hef gert dauðaleit að mörgum sinnum síðan við fluttum í fyrra.
Tróð í uppþvottavél og þvottavél eftir matinn og rauk út í aukavinnuna. Hvergi betra en að vera hjá mömmu til að fá frið og ró.
Svalinn í svefnherberginu þegar ég kom heim var dásamlegur. Þegar mér tókst loks að slökkva á huganum sem alltaf er á yfirsnúningi féll ég í djúpan svefn. Minnist þess óljóst að hafa snoozað í morgun. Heyrði sönginn í kettinum sem mjálmaði viðþolslaus af hungri en gat ekki brugðist við. Sængin var svöl við bert hörundið. Röskvan tottaði snuðið við hliðina á mér og andardráttur Hrundar var afslappaður og svæfandi. Fannst ég heyra skarkala frammi og vissi að það var stóra stelpan mín að taka sig til fyrir skólann, hún vaknar sjálf á morgnana, svo dugleg.
Tókst svo með herkjum að að rísa upp við dogg klukkan 8 og brá frekar mikið þegar ég leit á klukkuna. Leit inn í herbergi Rakelar sem svaf vært á sínu græna eyra og var alls ekkert að taka sig til fyrir skólann. Það fór þokulúður af stað í höfðinu á mér. Við sváfum allar yfir okkur. Og stelpurnar mínar fara hreinlega í bakkgír þegar þær eru beðnar um að flýta sér.
Rakel þurfti að rífa sig úr fötunum þegar hún var loksins komin í þau til að skoða hvað stóð aftan á stuttermabolnum hennar.
Röskva neitaði að taka af sér hettuna svo ég gæti greitt henni.
Þegar ég leit inn á bað stóð Rakel við vaskinn og starði tómum augun á tannkrem sem henni hafði tekist að sprauta á hendurnar á sér og út um allan vask.
Milli þess sem ég gargaði inn í svefnherbergi á Hrund að vakna henti ég íþróttafötum ofan í tösku, gerði kaffi, rak á eftir stelpunum og svitnaði.
Var orðin svo buguð þegar Rakel var loks lögð af stað í skólann að Röskva bað mig vinsamlegast um að fara ekki að gráta. Þá hafði hún skammað mig fyrir að laga innleggið í skónum hennar af því að hún ætlaði að gera það. Hún neitaði að leyfa mér að hjálpa sér að hneppa peysunni sinni og dútlaði við það eins og enginn væri morgundagurinn. Ja, eða vinnuskylda hjá mér. Leyfði mér að hneppa einni tölu þegar hún sá að ég var að fá taugaáfall.
Við mægður kvöddum Sprundina og þegar ég ætlaði að smella á hana kossi tók hún mig í faðminn. Hann er alltaf svo hlýr. Svo kunnulegur. Svo sefandi. "Ég elska þig. Ég elska þig svo mikið", sagði hún og tók um leið burt allt stressið.
Ég er með sveigjanlegan vinnutíma. Note to self.
55 mínútum eftir að ég vaknaði var ég mætt í vinnuna. Ekki slæmt. Nú er það bara vinna í 8 tíma, skokk í hádeginu, sækja barn, kaupa gúmmítúttur fyrir hitt barnið, elda, pakka fyrir skátaútilegu, pakka fyrir Röskvu sem er að fara í pössun á morgun, ganga frá, setja í vél, vinna aukavinnu. Og sofa. Ekki málið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haha. Sé þetta alveg fyrir mér.:)
hlíf 30.5.2013 kl. 09:34
Jiii hvað er gaman að lesa hjá þér aftur ljúfust
Gunnsa 30.5.2013 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.