6.6.2013 | 11:41
Gleðigjafi
Rauðhausinn minn er mikill gleðigjafi og skín svo skært í lífi mínu. Ég er hennar klettur, hún er þess fullviss að ég viti allt og kunni og setji hún eitthvað ætt upp í sig er hún á því að ég hafi búið það til frá grunni. Ekki slæmt að vera á þessum stalli hjá henni þótt ég standi nú varla undir þessu.
Nú er mini-unlingurinn minn farinn að vera einn heima frá 16 á daginn og hefur það verið þannig í allan vetur. Hún gengur heim úr frístund og er með miða með símanúmerum á töflunni heima ef hún þarf að hringja. Hefur fengið vinsamleg tilmæli um að hringja fyrst í vinnusímann og bara í gemsann ef ég svara ekki í hann og ef það er mikilvægt því að það er svo dýrt að hringja úr heimasíma í gemsa.
Rakel finnst gaman að tala við mig í símann. Eða það hlýtur að vera miðað við hvað hún hringir oft í mig út af ekki neinu. Auðvitað þarf að skipuleggja hinu ýmsu vinahittinga og ég kann vel að meta að hún beri allt slíkt undir mig. Önnur símtöl er algjöra tilgangslaus og fáránlega fyndin:
"Hæ ástin".
"Hæ mammí. Þetta er Rakel."
"Já, hæ elskan."
"Ég ætlaði bara að segja þér að buxurnar mínr blotnuðu í skólanum."
"Já, ok. Og fórstu ekki bara í aukabuxurnar?"
"Jú."
"Flott."
"Já."
"Ætlaðirðu að spyrja mig að einhverju?"
"Neeeeei. Bara segja þér þetta."
"Takk fyrir það. Bless."
"Bless."
Þessi samtöl voru líka sjúklega fyndin:
"Hæ ástin."
"Hæ mammí. Þetta er Rakel.
"Já, ég vissi það elskan."
"Ég skar mig."
"Æ, æ, á hverju skarstu þig?"
"Á blaði."
"Ok. Er þetta nokkuð mjög alvarlegt?"
"Það blæðir."
"Viltu ekki bara setja plástur á skurðinn, veistu ekki hvar plásturinn er?"
"Jú."
"Ok, settu plástur og við sjáumst á eftir."
Fimm mínútum seinna hringdi hún aftur:
"Ég finn ekki plásturinn."
Ég reyndi að lýsa staðsetningu hans fyrir henni en hún gat ómögulega fundið hann.
"Settu bara eldhúsbréf utan um puttann og svo finn ég plásturinn þegar ég kem heim."
"Ok."
Þessi samtöl áttu sér stað rétt áður en ég lagði af stað að sækja Röskvu. Sem ég renni upp að leikskólanum hringir farsíminn.
"Hvað nú elskan?"
"Hæ mammí. Þetta er Rakel." (Ég veit!)
"Það blæðir enn þá."
Nú varið aðeins farið að síga í mig þar sem ég reyndi að losa af mér bílbeltið, orðin of sein að sækja Röskvu út af þessu puttadrama,
"Og hvað viltu að ég geri vinan, ég er alveg að koma heim en getið lítið gert núna."
"Ég vildi bara segja þér það."
"Ok, ég kem heim eftir fimm mínútur. Hættu núna að hringja í mig."
"Ok, bless".
Í gær var hún búin að hringja af því að hún vildi fara í heimsókn til drengs sem ég veit ekkert hver er. Ég heimtaði að fá að tala við foreldra hans og hún ætlaði að hringja í drenginn og biðja þá að hringja í mig. Eins og venjulega var ég að verða of sein að sækja Röskvu og hljóp út stuttu eftir þetta símtal. Þegar ég er að hlaupa niður stigann að stimpilklukkunni heyri ég að vinnusíminn hringir, datt í hug að þetta væri Rakel en hafði ekki tíma til að svara. Svo hringir farsíminn:
"Hæ ástin mín."
"Hæ mammí, þetta er Rakel."
Gud i himmelen. Ég verð að fara að útskýra undur númerabirtist fyrir Rakel sem heldur greinilega að ég svari alltaf með "hæ ástin" í símann burtséð frá því hver það er en ekki einmitt af því að ég VEIT að þetta er hún.
"-", þegir hún í símann.
"Ætlaðirðu að segja mér eitthvað, ég svolítið að drífa mig að sækja Röskvu."
"Já. Veistu hvað?
"Nei."
"Ég fann krabba í fjöruferðinni."
"Frábært"
"Ég tók þá með mér heim."
"Voru þeir dauðir?"
"Nei."
"Ertu með lifandi krabba heima? Hvar eru þeir?
"Á skrifborðinu mínu."
"Ertu með lifandi krabba á skrifborðinu þínu, Rakel Silja?"
"Jááá. En hann er í svona, æ, hvað heitir það aftur, oh ég man ekki hvað það heitir.
"Í hverju???"
"Æ, svona, já, boxi!"
"Viltu setja þá út."
"Á svalirnar eða?"
"Já, já, fínt. Þú veist samt að krabbar drepast ef maður tekur þá úr fjörunni."
"Ó"
"Því miður."
"En það er samt svona sjóvatn hjá þeim í boxinu."
"Það heitir sjór. En það er samt ekki nóg."
"Ó."
"Rakel, hringdirðu í farsímann minn til að spyrja mig að einhverju?"
"Neeeeei. Ég ætlaði bara að segja þér frá kröbbunum."
"Og hvað með strákinn sem þú ætlaðir að leika við."
"Nei, hann getur ekki hitt mig. Bless mammí."
"Bless Rakel."
Þessi símtöl auðga líf mittt. Unginn hafði svo miklar áhyggjur af kröbbunum að hún spurði mömmu sína hvort þær gætu ekki farið með þá niður í fjöru. "Ég vil ekki taka áhættuna á því að þeir deyi og bíða þar til á morgun svo það er best að þú farir bara með þá niður í fjöru og sleppir þeim á eftir mamma." Sem hún og gerði.
Krúttrass.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:43 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha hún er æði. Sunna bíður eftir að verða 8 ára því þá telur hún að hún eigi rétt á að fá síma, ég sé fyrir mér að þetta verði akkúrat svona ! Þarf fyrst að verða mér úti um aukaskammt af þolinmæði...
Lilja Ösp 6.6.2013 kl. 18:39
ég fæ alveg svona vellíðunar gæsahúð þegar ég les þetta :) Lánsama þú!
Dagmar 6.6.2013 kl. 22:37
Lilja, ég býð ekki í það ef hún væri með farsíma, við látum heimasímann duga lengur.
Dagmar, ó, já, ég er lánsömust.
DR 7.6.2013 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.