27.6.2013 | 14:56
Aðalbjörg Röskva veltir hlutunum fyrir sér
Ég skellti mér í bað um daginn og ekki leið á löngu þar til Aðalbjörg Röskva var mætt. Hún stóð og mændi á mig í baðinu löngunaraugum þar til ég sagði að hún mætti koma ofan í eftir smá stund. Eftir minna en smá stund var hún mætt, tætti sig úr fötunum og skellti sér ofan í froðuna til mín og hófst handa við að elda handa mér og sitthvað fleira. Hún fer svo að skoða mig eitthvað og er greinilega að velta fyrir sér naflanum á mér:
AR: Mammí, kom ég þarna út?
Ég: Nei, börn koma ekki út um naflann heldur út um sérstak gat á mömmunum.
AR: Hvar er það?
Ég: Það er rétt gatinu sem pissið kemur út um.
AR: Má ég sjá?
Ég: Nei, það er svolítið erfitt að sýna það en það er fyrir neðan pissugatið.
AR lítur á mig með vantrúunarsvip og skellir svo upp úr:
AR: Neeeeei, þú ert að bulla.
Ég: Þetta er alveg satt. Gatið er fyrst pínulítið og svo stækkar þegar barnið er að koma út og minnkar svo aftur.
AR veltir þessu fyrir sér drykklanga stund og allt í einu grettir hún sig full viðbjóðs:
AR: Oj!!! Kom ég út rétt hjá þar sem pissið kemur út.
Ég: Já.
AR: Var þá pissulykt af mér þegar ég fæddist?
Ég sprakk úr hlátri og og hélt áfram að útskýra þetta eitthvað fyrir henni en henni fannst greinilega viðbjóður að hafa ekki komið út um naflann:
AR: En ég var búin að segja þér að ég vildi koma út um naflann!!!
Ó.
Hún er greinilega enn þá að velta þessu fyrir sér í því að nótt, eftir að hafa verið vakandi heillengi á fullu spjalli, þegar ég hélt að hún væri sofnuð heyrist í henni:
AR: Mammí
Ég: Já.
AR: Kom ég út um naflann á þér.
Ég: Nei, þú veist það. Tölum um það á morgun.
AR: Já, við skulum sko tala vel um það á morgun!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:57 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.