Kaflaskipti


Þá er ég búin að vinna. Síðasti dagurinn í dag. Hef verið að vinna heima undanfarna tvo daga (allir í vinnunni á ráðsefnu og ég nenni ekki að hanga ein svo ég get alveg eins verið hér) og gekk það ekki vel. Í fyrsta lagi þurfti ég að nota alla þá sjálfstjórn sem ég bý yfir til að hlekkja mig andlega við stólinn og pikka á tölvuna. Svo var ég bara með allt of mikið af spurningum sem enginn gat svarð. Ofsótti aumingjans vinnufélagann sem er á ráðstefnu í London með tölvupóstum.

Það versta er að vinnan hefur fengið mig til að efast alvarlega um getu mína í setningafræði. Ég hefði svo sem alveg getað sagt mér það sjálf, setningafræðiprófið í vor er eina prófið sem ég hef grátið yfir. Eða næstum. Ég var viss um að ég væri fallinn og enginn trúði mér! Enginn sagðist nenna að hlusta á svona vitleysu og bla bla. Svo fékk ég reyndar fína einkunn (og í framtíðinni mun fólk enn þá síður nenna að hlusta á mig grenja út af prófi) en kennaranum hlýtur að vera einstaklega vel við mig. Eða þá að ég kann meira en ég held.

Ég hef svo sem lært heilmikið þótt þetta hafi verið blóð, sviti og tár. Það sem stendur upp úr er þó fróðleikurinn um sagnir sem ég hef sankað að mér. Íslenskar sagnir eru erfiðar og flóknar .Við eigum í ástar-hatursambandi.

Mig langar svo að tilnefna vinnufélagann konu ársins. Hún hefur svarað mínum spurningum með endalausri þolinmæði og aldrei farið að hlægja ef ég spyr heimskulega (kannski gerir fullorðið fólk það ekki). Mig langar bara að þakka henni fyrir þá sáluhjálp sem hún hefur veitt mér í vinnunni og fyrir að vera stundum jafn rugluð og ég. 

Annars er ég yfirhöfuð að springa úr þakklæti yfir þessu tækifæri. Að fá að vinna við þetta verkefni og kynnast fullt af fólki. Mér finnst bara frábær tilfinning að kennarinn í verkefninu (sem hefur kennt mér nokkur námskeið)skyldi treysti mér í þetta. 

Ég er svo fullorðin eitthvað. Gud i himmelen.

 

Við Hrund er byrjaðar í ræktinni. Lítið af fötum eftir sem passa á okkur og alltaf spurning hvort við komumst upp stigann og inn í íbúðina án þess að falla í yfirlið. Í dag er mér illt í hverjum einasta vöðva. Það er frábært.

Á föstudaginn kemur litla ljósið heim.  Það verður yndislegt að fá einhvern sem skipar manni fyrir og syngur allan daginn. Þekkið þið einhvern svoleiðis? Pottþétt ekki.

Ljósið er afar músíkalskt og finnst gaman að hlusta á tónlist. Ekki hvað sem er, því hef ég komist að. Þegar Hrund var í skólanum í vetur tókum við mæðgur oft nokkur tryllt danspor áður en ég fór að elda. Ég reyndi að veita henni alla athyglina í einu svo ég gæti svo stungið í vél og eldað á meðan hún lék sér. Það hefði einhver átt að segja mér að þetta virkar ekki. Svo að hún setti með mér í vél og fylgdist með matseldinni og vildi svo dansa meira, endalaust alltaf. Allavega, hún vildi salsa og reggae og marenge. Enga popptónlist. Og hún dillaði mjöðmunum eins og hreinræktuð latina. Get ég beðið um meira.

Hún deilir líka áhuga mínum með mér á sænsku hljómsveitinni The Knife sem ég hef elskað og dýrkað í fjögur ár. Í bílnum vill hún fá música (eins og hún segir eftir að hún hitti afa douglas) og 'lagið' sem er uppáhaldslagið okkar. Svo syngur barnið með tilheyrandi höfuðhnykkjum: is it medicine, is it medicine, is it medicine or social skills.

Ég segi medicine, en þið? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Deffenetlí góður penni Díana. Sammála vinkonu þinni um ruslvörnina. Leiðist stærðfræði og er ekki alltaf með reiknivél við hendina. Þurfti meira að segja hugsa mig um tvisvar hvað summa væri yfir höfuð. Spennandi að vera komin með nýtt blogg til að lesa...létturnar verulega latar þessa dagana að tjá sig. Og by the way...opnaði óvart visareikning hinnar kyrnunnar og þar er 2 f. 2 á hairspray 12. sept. um að gera að nota það. Og til hamingju með að vera komnar í ræktina..ég er alltaf á leiðinni. She

TengdaMúmmsan 30.8.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva

Ok. Allir eiga erfitt með að reikna, held ég sé búin að henda því dæmi út. Látum okkur sjá...

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva, 30.8.2007 kl. 16:05

3 identicon

Ég gúglaði ykkur:) Hvað hef ég betra að gera í vinnunni en að gúgla fólk?

Þakka kærlega fyrir tilnefninguna. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið tilnefnd kona ársins! Jess. Ég er ýkt ánægð:)

Reyndar finnst mér þetta svolítið óverðskuldað þar sem svörin voru vanalega : "ööö.uuu. ég held. en ég veit ekki samt. kannski þúst,eða hvað finnst þér?"

Og þú þarft að troða þessari ranghugmynd út úr kollinum á þér að þú sért léleg í setningafræði... það ertu alls ekki og ég veit það því ég las verkefnin þín:)

Allavega: Verðurðu í skólanum á mánudaginn? Ég verð nefninlega í skólanum þá og get tekið norrön grammatik með....

Hlíf

Kona ársins 7.9.2007 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband