7.9.2007 | 09:45
Enn á lífi
Ég er enn á lífi. Er aðeins skárri í dag. Er allavega uppistandandi þótt það sé ekki meira en það. Sleppti tíma í morgun en skal í þennan ritlistartíma á eftir. Sá að ég hafði keypt vitlausa bók fyrir spænskuna svo ég þarf í Bóksöluna fyrir tíma. Vex mér í augum að keyra hvað þá labba. Hafði mig samt í sturtu áðan og í einhver föt. Setti á mig augnblýant og allt í mótmælaskyni við veikindin. Þetta var allt saman aðeins of mikil hreyfing og fötin mín eru blaut af svita. Svo sem ekki mikið sem ég þarf að gera í dag. Fara í bóksöluna, í tíma, heim að hlusta á tímann á netinu sem ég missti af í morgun (tæknin gott fólk) og glósa. Kannski ná í Hrund í skólann, fara að sækja Rakel til ömmu sinnar, gefa henni að borða og baða, skipta um föt og fara svo á forsýningu á Veðramótum eftir Dunu. Þar er örugglega bannað að hósta, hnerra og snýta sér.
Kannski ég láti Hrund taka strætó heim, sækja Rakel og hugsa um hana, hlusti á eins mikið af tímanum (sem ég missti af í morgun) og ég hef orku til, fari í sömu fötum og ég er í á forsýninguna og hósti þar eins og ég vil.
Og fari snemma að sofa. Sumir myndu segja að það ofantalda væri það eina skynsamlega í stöðunni. Það má allavega reyna.
Með hor í nös og skólakvíða í hjarta, Díana Rós
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skrítið.. Um daginn kvittaði ég fyrir viðveru en það hefur ekki skilað sér. Ég hef líka alltaf verið frekar slæm í hugarreikningi. Hálf skammast mín fyrir að vera í verkfræði en telja samt ennþá með puttunum!
Ég er forvitin að vita hvaða kennari er svona tæknilegur! Það hefur greinilega margt breyst í spænskunni á einu ári. Síðast þegar ég vissi voru þar allnokkrir kennarar sem notuðu ennþá glærur..
Ég vonast til að fá ykkur í heimsókn á næstunni. Ég er búin að krakka-prufa kisurnar og reyndust þær vel. Rambó var reyndar fljótur að forða sér út um gluggan, en Ninja leyfði þeim að hnoðaða sér til og frá.
Vó, langt komment!
Besos!
Tinna Rós 9.9.2007 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.