10.9.2007 | 09:43
Sveittur dagur
Sit hérna í tölvunum upp í skóla og reyni að hósta ekki hátt. Kvíði tímanum á eftir, hrædd um að yfirgnæfa kennarann með ofsahósta. Ætla í hann vopnuð hálsbrjóstsykri og vatni.
Allt gekk vel í bíó. Var vopnuð hálsbrjóstsykri og vatni. Var ansi óglatt eftir myndina, búin að borða einhverja 10-15 brjóstsykra. Myndin var mjög góð og ógeðsleg á köflum. Það sem fullorðið fólk getur gert börnum. Var farin að sjá eftir því að hafa keypt mér popp, ógeðið í bland við brjósykurinn olli mikilli ólgu í maganum. Úff.
Ég fékk að sofa út á laugardaginn í von um að ná úr mér þessari flensu. Tókst ekki. Fór á þrjóskunni með stelpunum mínum í Kolaportið. Alltaf stemmning. Versluðum ýmist smádót, tvær afmælisgjafir og blöðru handa Rakel sem lék á alls oddi að venju. Töltum um og átum nýbakaða ástarpunga. Fórum svo og náðum okkur í bestu pizzu sem ég hef smakkað á Pizza Rizzo.
Um kvöldið horfðum við á mjög góða mynd sem heitir If these walls could talk 2 (keyptum fjórar videospólur á 100 kall í portinu). Hélt ég hefði séð hana þegar hún kom út en ég hef kannski verið svo hrædd við sjálfa mig að ég hef ekki þorað, allavega komst ég að því að ég hafði ekki séð hana. Þetta eru þrjár sögur um lesbíur og gerast þær á þremur mismunandi tímum. Sem grunnskælingur hef ég verið alltof rugluð til að þora að taka hana. Það hefði einhver getað haldið að ég væri lesbía!
Allavega. Myndin er mjög góð enda komu lesbíur að gerð hennar. Myndir um lesbíur eftir gagnkynhneigða eru hræðilegar. Hræðilegar. Annað hvort verða stelpurnar allt í einu straight, deyja eða verða tvíkynhneigðar og kynóðar. Hvurslags eiginlega kjaftæði er það. Ég vona að það verði hætt að gera svona myndir þegar Rakel verður eldri svo að einhverjum rugl ímyndum um lesbíur verði ekki troðið inn í hausinn á henni.
Á sunnudaginn fórum við í haustlitaferð á Þingvelli með mömmu. Við sáum nokkur gul laufblöð, annars var allt grænt. En það var allt í lagi. Veðrið var yndislegt og Rakel hljóp um svo ótrúlega krúttleg í nýju lopapeysunni og skoðaði hvern einasta stein, smáþúfur, gjótur og 'hell' eins og hún segir (lesist hellir). Enduðum svo daginn í mat hjá mömmsunni. Um kvöldið horfðum við kyrnurnar á CSI. Þar var einmitt stelpa sem átti tvær mömmur, var lögð í einelti út af því og stakk strák í bakið með skærum. Mér var farið að líða eins og fjölkskyldan mín ætti sér enga von. En við ætlum ekki að gera eins og mömmurnar í þættinum og senda barnið í strangtrúaðan kaþólskan skóla.
Ég trúi á okkur mannfólkið, treysti umburðarlyndi þess, skilningi og manngæsku. Ég trúi á útrýmingu fordóma og ást milli fólks af sama kyni. Ég trúi á getu okkur Hrundar til að ala upp heilbrigðan einstakling sem verður stoltur af sjálfum sér og fjölskyldunni.
Það sem við Hrund eigum saman er fallegt. Þeir sem ekki vilja sjá það eru viljandi blindir. Og Rakel er heppnust í heimi. Það geta ekki allir státað af því að eiga tvær mömmur og pabba!
Annars eru ég enn lasin og löðursveitt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.