Stórfrétt

Ég gleymdi stóru fréttinni. Ég er búin með trefilinn. Einhvern veginn tókst mér að klára hann á akkúrat viku. Hann er hlýr og mjúkur og langur og röndóttur, rauður, dökkblár og ljósblár. Ég heklaði meira að segja utan um hann með rauðu garni. Hann er stórkostlegur. Ég mátaði hann á Rakel í morgun. Hún var svo ánægð, búin að fylgjast spennt með meðgöngu hans. Hún brosti til mín og þakkaði mér fallega fyrir. Kurteisa barnið mitt.

Það er alltaf verið að hrósa litla ljósinu okkar. Það er yndisleg tilfinning. Fyrst og fremst verðum við stoltar en við erum líka svo glaðar yfir því að uppeldið skilar sér. Börn fæðast ekki kurteis og með allt á hreinu. Það er í sjálfu sér heilmikið afrek að kenna, siða og ala upp. Þú ert aldrei búinn og það er allt í lagi. Ég gæti fríkað út ef ég hugsaði of mikið um hversu mikil áhrif ég get haft og hef á Rakel, ég þarf ALLTAF að passa mig. En að sjá afrakstur erfiði síns endurspeglast í persónuleika og hegðun barnsins er gullsins virði. Og ég, við öll þrjú foreldrarnir, höldum áfram að gera eins vel og við getum.

Hún er mér allt þið vitið, litla dótlan mín. Og Sprundin auðvitað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband