17.9.2007 | 16:16
Búkolla
Þetta er búinn að vera góður dagur. Við Hrund áttum ekki að mæta fyrr en tíu í morgun svo við tókum því rólega, leyfðum Rakel að sofa út og dúlluðum okkur. Ég fór í ræktina eftir tímann og tók vel á. Það er oft hægt að ímynda sér að maður sé kominn í ágætis form á meðan maður heldur sig í tækjasalnum. Fyrir mína parta er það svo aldrei eins augljóst hversu mikil blekkingin er fyrr en ég er komin í tíma. Hélt ég myndi deyja. En það er líka yndisleg tilfinning að halda út í tvær vikur í viðbót og finna muninn.
Seig niður í sjóðandi heitt bað þegar ég kom heim og las um íslenskt mál að fornu á norsku. Ég er í tveimur námskeiðum núna þar sem meirihluti námsefnisins er á norsku. Ég verð orðin mellufær í norsku um jólin, það er víst, en nota bene þegar ég er búin í námskeiðunum.
Eftir bað og hádegismat prófarkalas ég verkefnið sem ég á að skila í forna málinu á morgun. Hló jafn mikið yfir svörunum mínum núna og þegar ég gerði verkefnið fyrir helgi. Svörin eru efni í ágætis örsögu, hugmyndaflug mitt nýtur sín vel. Í örsögu eru þó sjaldnast mörg orð höfð yfir eitthvað sem hægt er að segja með einu orði en svörin mín eru hins vegar heilu setningarnar um ekki neitt. Verður gaman að fá þetta til baka og lesa athugasemdirnar. En maður fær allavega eitt stig af þremur fyrir það eitt að reyna að svara og skila inn svo ekki fæ ég núll. Verst að þessi verkefni gilda svona mikið af lokaeinkunn ...
Helgin var góð. Ég og Sprundin fórum út að borða með tengdapabba og bróður hans á föstudaginn og svo á Jethro Tull tónleikana. Þeir voru hreint út sagt frábærir. Fórum svo í ræktina á laugardaginn og út að borða á Grænum kosti. Geðveikur völlur á okkur, alltaf úti að borða. Námslánin gott fólk, þau tryggja mikla skemmtun. Nei, nei, þetta var nú tilfallandi þótt við höfum það sem hefð þær helgar sem við erum barnlausar að fara á Grænan kost eftir ræktina. Það verður nátla að rækta sambandið.
Við sem sagt ræktuðum sambandið og fórum svo í afmæli til Ölbu um kvöldið. Gáfum henni innrammað plakat með mynd af konu og textanum'haltu kjafti og vertu sæt' (mér finnst þetta magnað plakat, en ógesslega leiðinlegt að lifa lífinu haldandi kjafti og sætur). Og segul sem á stóð 'miðbæjarrotta' þar sem hún er það.
Snúllan kom svo heim í gær, yndisleg að vanda. Mokaði í sig kjötsúpunni minni og spjallaði eins og henni einni er lagið. Dreif sig í bað alveg að drepast úr spenntu yfir bókinni sem ég ætlaði að lesa. Held ég hafi verið búin að segja ykkur að ég keypti tvær bækur handa henni fyrir helgi og við áttum eftir að lesa Búkollu. Það má með sanni segja að henni hafi fundist sagan skemmtileg. Hlustaði hugfangin í kjöltunni á mér þar sem við vorum búnar að koma okkur allar þrjár fyrir í sófanum inn í stofu. Þegar við vorum búnar reisti hún sig við og við töluðum aðeins um söguna eins og við gerum oft. Henni fannst þó óþarfi að vera að ræða söguna eitthvað frekar, betra væri bara að lesa hana aftur. 'Lesum hana aftur' sagði hún með blíðustu röddinni sinni og brölti með því aftur upp í fangið á mér, breiddi yfir sig sængina og beið átekta. Það er nú ekki hægt að segja nei við svona svo ég las hana aftur. Hún endursagði svo söguna með eigin orðum og tiplaði að því loknu inn í rúm. Bað sínar bænir og söng sín lög á methraða, ég hafði ekkert í hana, lokaði augunum og sofnaði.
Jarðneskir englar hafa ekki vængi enda þurfa þeir þá ekki til þess að fólk þekki þá úr fjöldanum.
Ætla að fara að ná í minn engil á leikskólann.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.