3.10.2007 | 15:50
Þráhyggja
Veit ekki af hverju ég ákvað að blogga núna, er alveg að pissa á mig, alvega að missa af strætó og alveg að deyja úr hungri.
Held að þetta sé algjör þráhyggja í mér. Eða þá að ég vinn best undir álagi. Sem væri ágætt þar sem ég er alltaf undir álagi, ef ekkert í lífi mínu veldur álagi á mér bý ég álagið til. Þess vegna er ég manneskja sem fríka út ef ég man ekki hvað það er langt síðan ég skipti um handklæði á baðinu. Var það í gær? Var ég ekki líka að hugsa um þetta fyrir þremur dögum og skipti þá? Svona held ég áfram þangað til ég kemst annað hvort að þeirri niðurstöðu að handklæðið sé skítugt og best að skipta eða að það sé ekkert svo skítugt og mig langi ekki til að skipta alveg strax af því að handklæðið sem er næst í röðinni í handklæðahillunni er ekkert svo flott. Það má ekki rugla röðinni.
Nei, ég þarf ekki að fara á hæli. Þar hefði ég allt of mikinn tíma til að bókstaflega velta mér upp úr þráhyggjunni og þyrfti að fara í tíma til geðlæknis og láta sálgreina mig. Það vil ég ekki. Ég hræðist útkomuna.
Ég ætti eiginlega að skrifa eitthvað eðlilegt á eftir þessu svo að þið verðið ekki of hrædd við mig. Eitthvað um sólina og vorið og eitthvað.
En það er kalt og ég er á strætó (ekki á bíl). Og ég er alveg að missa af honum ...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitthvad kannast ég vid tetta. Plana morgundaginn fram í ystu aesar og svo ef einhver svo mikid sem stingur upp á einhverju sem ridlar planinu tá faer madur panikkattakk. Neibb....ég tarf ad fara eftir pínu plani og ef tad er sudad í mér ad gera eitthvad annad tá er vodinn vís......
inam 4.10.2007 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.