Gullkorn

Ég og Hrund erum búnar að safna svo mörgum gullkornum fyrir í höfðinu á okkur að við erum farnar að gleyma. Verðum að vera duglegri við að skrifa þau niður. Gullkorn Rakelar. Bullið og viskan, oft saman, sem vellur upp úr henni er drepfyndið. Margt er fest niður á blað og margt hverfur með líðandi stund. Það er ekki hægt að skrifa allt niður, eigum ekki diktafón til að elta barnið með.

Rakelita:

-Getur ekki vaskað upp 'af því að hún er ekki strákur'. Greinilegt að karlmennirnir á hennar heimili sjá alfarið um uppvaskið meðan við hjónakyrnurnar höfum það ljúft.

-Trúir því að ég geti galdrað augað úr mér, komið því fyrir í þvottapoka og galdrað það svo aftur í mig. Ein fyndnasta stund í lífi okkar allra var í kvöldmatnum á föstudaginn. Ég var bún að elda ógesslega góðan mat auk þess að hreinsa fræin úr ferskum chillipipar sem ég ætlaði að þurrka. Auðvitað setti ég puttann í augað  á mér í matnum og var nær liðið yfir mig. Náði mér í kaldan þvottapoka og kældi augað sem ég gat ekki opnað. Datt mér þá í hug að galdra það burt fyrir Rakel. Ég get ekkert lýst hvernig ég gerði það en Hrund hristist og skalf af hlátri af viðbrögðum Rakelar,sem og ég, sem voru vægast sagt fyndin.

- Saknaði mín 'vel og vandlega' á laugardaginn þegar ég var heima að læra og þær mæðgur hjá tengdó. Rósu frænku og Tryggva frænda var líka saknað vel og vandlega.

-Hefur gaman af 'veitingastöðum' í bardaga og fylgist með því ár hvert á víkingahátíðinni í Hafnarfirði. Við hin horfum á víkinga berjast en ekki Rakel. Veitingastaði.

-Spurði mig hvort komið væri 'hraurt' þegar hún sá mömmum sína (hina svakalegu kuldaskræfu) klæða sig í kuldagalla fyrir göngutúrinn í gær. Ég sagði það rétt athugað hjá henni, það er komið haust.

 

Og margt margt fleira. Þarf bara að rifja það upp. En verkefnið í forna málinu er næst á dagskrá.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband