9.11.2007 | 10:25
Helgi
Alltaf gott þegar helgi er í nánd. Ætla að njóta hennar í botn þar sem prófatörnin nálgast óðfluga og þá renna virkir dagar saman við helgina. Ekkert frí. Ef það er einhver sem ég hefi ekki sagt þetta ennþá (ólíklegt, held að ég sé búin að pirra mig á þessu við alla) þá er ég í síðasta prófinu á síðasta prófdeginu. Búin seint 21. des. Þess vegna klára ég helst allan jólaundirbúning í nóvember.
Er að fara að versla með mömmu á eftir, þarf að klára afmælisgjöf handa Bebe (eins og Rakel kallar Elísabetu Rós systur) og jólagjöfina handa Hrund. Næsti laugardagur er svo frátekinn í jólinnkaup okkar Hrundar. Vantar afmælis- og jólagjöf handa Rakelitu og eitthvað handa pöbbunum. Svo erum við búnar. Reyndar talaði Rakel að fyrra bragði um skóinn í glugganum um daginn. Höfum velt því mikið fyrir okkur hvort við eigum að gefa henni í skóinn. Hún er nátla yngst af 3 ára börnunum sem eru með henni á deildinni, þau flest orðin 3 1/2 og fá örugglega í skóinn. Hugsa að Rakel sé það skörp að henni geti fundist hún útundan þegar árlega 'hvað fékkstu í skóinn?' leikskólatalið byrjar. Við Sprundin stefnum því á hárskraut, límmiða og mandarínur. Eitthvað lítið bara. Barnið á nú eftir að hoppa af kæti ef hún fær eina rúsínu svo þetta verður ekkert mál. Bara að venja hana á strax að skógjafirnar eru litlar.
Annars óttast ég að hún veruleikafirrist. Haldi að það sé bara alltaf partý og gjafir. Gjafir í skóinn, risa afmælisveisla hjá okkur eina helgi og pabbanum næstu og svo sú mesta jólapakkageðveiki sem ég hef séð. Ef jólin í fyrra voru það sem koma skal. Svo hefur hún engan áhuga á því að opna pakka. Er eins og nægjusömu systkini mín þegar þau voru lítil, gleymir sér í leik eftir einn pakka og maður situr sjálfur sveittur og opnar. Og hrýs hugur við því að þurfa að koma öllu flóðinu fyrir inn í barnaherberginu. Kannski þetta breytist þegar barnabörnin í fjölskyldunni verða fleiri (ég er ekki ólett), fólk hefur einfaldlega ekki efni á að eyða tugum þúsunda í hvert barn (Hrund er heldur ekki ólett). En takk samt allir fyrir yndislegar gjafir handa yndislega barninu. Bækur, púsl, geisladiskar, dvd (ekki heilsuspillandi efni), leir, perlur o.s.frv. er vel þegið. Og bílar. Og sérstaklega mótórhjól. Rakel elskar mótórhjól og spinnur heilu sögurnar um sig á mótórhjóli. Enginn í litlu fjölskyldunni er voða hrifinn af barbí (nei), Bratz (nei, nei) og dúkkudóti. Þar sem við Hrund fáum ennþá að hafa vit fyrir barninu viljum við helst þroskaleikföng og ekkert úr Latabæjarmafíunni. Þá vitið þið það. Vona að ég sé ekkert dónaleg. Vil bara það sem er barninu mínu fyrir bestu og nú hafiði fengið hugmyndir. Afmælið verður snemma í desember, nánari upplýsingar seinna. Já, föt. Alltaf vel þegin. Gracias.
Ætla að gista hjá mömmu í nótt, prjóna og láta hana stjana við mig. Finnst vont að vera ein heima, er svo myrkfælin. Rakel er að fara til pabba síns og Hrund ætlar austur að breyta herbergi pabba síns með góðu eða illu og fara í gegnum myndasafn afa síns heitins. Ég er nú að verða eins og hann var. Er illa við að ástvinir mínur séu að væflast eitthvað yfir þessa heiði. Vil bara hafa þá hjá mér. Helst í bómul í vasanum.
Á morgun er svo tengdó búin að bjóða okkur á dekur og djamm með Léttsveitinni. Höfum farið undanfarin tvö ár og skemmt okkur konunglega.
Er að reyna að klambra saman einhverri sögugreiningu. Gengur hvorki né rekur. Væri fínt að fara að fá ljóðgreininguna til baka svo ég geri ekki bara sömu villurnar aftur. Annars er ég voða róleg yfir þessu.
Í breska matarþættinum sem er í sjónvarpinu á mánudögum má finna ýmsan fróðleik. T. d. vissi ég ekki að omega-3 fitusýrur hefð áhrif á stress. Vissi að þær væru rosa góðar fyrir heila og tek þess vegna svoleiðis lýsispillur á hverjum morgni með fjölvítamíninu og hreina appelsínusafanum (dugleg stelpa). Sá svo í þættinum um daginn að fitusýrurnar auka gífulega andstresshormón í líkamanum og minnka stresshormón. Var gerð svaka tilraun á leigubílstjórum sem voru látnir borða mikinn feitan fisk í tvo mánuði og mumurinn var gífurlegur. Þeir voru pollrólegir. Eins og ég er farin að verða. Þekki varla sjálfa mig. Hvar er Díana sem svitnaði við tilhugsunina um svefn, fannst hann tímasóun og gat hvort sem er aldrei sofnað vegna hugsana um allt sem beið hennar. Farin! Eða allavega mun skárri á geði. Omega-3!!!
Komið að því:
Mér er vel við dimma föstudagsmorgna, einu dagana sem við vöknum allar saman í Skipasundinu. Það er svo notalegt að fá sér kaffi með Sprundinni, leiðast svo allar þrjár á leikskólann og kveðjast. Við Hrund leiðumst líka alltaf til baka og erum ótrúlega miklar hjónkyrnur. Ég keyri hana svo í skólann vitandi það að þegar ég kem að sækja hana erum við komnar í frí. Það er eitthvað ljóðrænt við föstudaga.
Ég höndla ekki hár í niðurfalli. Ég get þrifið ælu og kúk en mér líður eins og ég muni deyja ef ég þarf að draga blauta hárorma upp úr niðurföllum. Oj.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:37 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ojj. Það er ömó að vera í prófi 21.des. Ég var það á fyrsta árinu mínu, fór beint í laufabrauðsbakstur með fjölskyldunni eftir prófið, svo beint í partý um kvöldið, vaknaði svo þunn 22., átti þá eftir að kaupa ALLAR (og þær eru margar) jólagjafirnar og komst þá að því að ég átti 2000 krónur inni á reikningnum mínum! Eintóm gleði:)
Hlíf ísl 10.11.2007 kl. 11:19
éG er ekki búin að kaupa neinar jólagjafir og dró hárormabú upp úr niðurfallinu um daginn. Ég kúgaðist og féll niðrá klósettgólfið og engdist.
Rósa 14.11.2007 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.