ARRRG

Í dag er mér ekki vel við neitt og er hreint ekkert glöð. Mér er hins vegar einstaklega illa við VÍTAHRINGI. Einhver sagði mér að hástafir á bloggi þýddi að maður væri að öskra. Það passar. Þessi bíll sem við eigum hefur oft komið að góðum notum. Við höfum hins vegar eytt tugum þúsunda í viðgerðir á honum. Eyddum t.d. 40.000 í síðasta mánuði. Í dag er augljóst að bremsuborðarnir eru algjörlega búnir plús eitthvað meira sem veldur því að sarghljóðið í bílnum yfirgnæfir hugsanir manns sem og allt annað hljóð Í HEIMINUM. Við höfum ekki efni á ENDALAUSUM VIÐGERÐUM. Og við höfum EKKI efni á nýjum bíl. Ef ég væri ekki með barn myndi ég bara vera bíllaus.  MIERDA.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óþolandi

Hlíf 12.11.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband