13.11.2007 | 18:58
Nigella ...
... er í sjónvarpinu. Ég hef mjög gaman af henni. Hún eldar af svo mikilli ástríðu og lítur út fyrir að borða einhvern tíma það sem hún eldar. Ég elda helst ekki eftir uppskrift en les þær stundum til að fá hugmyndir. Nigella er til ofan í skúffu hjá mér og hefur aldrei brugðist mér.
Ég er hins vegar ekki sjónvarpinu. Hef ekki verið það síðan ég var tíu ára og spilaði á píanó í tónlistarþætti. Núna ligg ég bara upp í sófa í Bangsímonnáttkjólnum mínum með flísteppi og tölvuna í fanginu. Er eitthvað lasin. Búin að að læra, fara í skólann, sækja barnið, baða barnið og elda og líður eins og ég hafi klifið Everest. Algjörlega búin. Hrundin er að vaska upp og Rakelita syngur inn í herbergi og þykist vera að taka til.
Gleymdi alltaf að segja hvað við gáfum tengdó í afmælisgjöf. Fundum fjóra, litla, þríhyrningslaga striga sem Hrund málaði og skrifaði svo á ljóð eftir mig. Tengdó varð klökk og mjög ánægð.
Mér finnst ég oft togast á milli tveggja heima. Háskólaheimsins og fjölskylduheimsins. Föstudagurinn er ekta dæmi. Dagur íslenskrar tungu og allir íslenskunemar sem og aðrir áhugmenn um ástkæra ylhýra ættu að mæta á skipulagða dagskrá. Við kyrnurnar vorum hins vegar búnar að sjá að þetta væri eini dagurinn fram að jólum sem við gætum tekið í Ikeatúr. Langar að kíkja á jólaglingur og umbúðapappír og vantar skóskáp og fatahengi, eitthvað sem við höfum loksins efni á og ætlum því að leyfa okkur. Ætlum að sækja Rakel snemma og leyfa henni að skottast um, kannski fá okkur ís og bara hafa gaman.
Ég væri alveg til að fagna degi íslenskrar tungu en get eiginlega ekki sleppt fjölskyldustússinu. Svo er ég að fara með Bókmenntafræði í leikhús um kvöldið og örugglega margir sem fara á djammið eftir það og halda áfram að fagna deginum með íslenskunemum. Ég var nú að hugsa um að fara bara heim. Laugardaginn á að taka snemma í von um að geta klárað jólainnkaupin. Það er bara miklu flóknara að vera hluti af fjölskyldu en barnlaus einstaklingur. Og fjölskylduna tek ég nær alltaf fram yfir húllumhæ og í þessu tilfelli áhugaverða dagskrá. Verst að geta ekki verið á tveimur stöðum í einu. Það er þó bót í máli að hafa afrekað það að eiga ljóð í ljóðabók sem var gefin út á þessum merkisdegi fyrir einhverjum árum. Stolt af því.
Ætli málið sé ekki að mér finnst ég þurfa afsaka það að taka ekki þátt í öllu sem tengist íslensku, hafa ekki áhuga á öllu sem henni viðkemur og vita ekki endaluast um hana. Stundum finnst mér samnemendur mínir uppfylla þessar kröfur. En það er kannski bara bull. Ég hef hins vegar óbilandi áhuga á íslensku máli. Bara líka á fjölskyldunni minni.
Nennir kannski enginn að lesa þetta blogg lengur?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:11 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.