Hjálp

Maður í rauðri úlpu var rétt í þessu að hringja bjöllunni ákaft. Rétti mér pakka og hvarf út í myrkrið.  Áður en ég reif upp pakkann náði ég að reka augun í það að hann var frá Hugvísindadeild. Það fór um mig. Voru þetta einhver tuttugu ársrit sem ég vegna múgæsings samþykkti að kaupa og munu nú kosta mig jólamatinn og gjöfina handa konunni? Í pakkanum voru eftirfarandi pésar:

Ársrit Sögufélags Ísfirðina 2003 (af hverju af hverju af hverju?)

Ritið:1/2007. Tímarit Hugvísindastofnunar 

Milli himins og jarðar (Guðfræðideild og heimspekideild Háskóla Íslands) 

Er þett gjöf? Af hverju þá? Vann í ég hugvísindadeildarlottói? Ég man ekki eftir því að hafa keypt mér miða. Er verið að múta mér til að hætta námi? Þá vil ég frekar Íslenska orðsifjabók. Á ég eftir að borga þetta? Hvað kostar þetta? Er ég farin að vafra á netinu í svefni og í því að misþyrma visakortinu? Bað ég í alvöru um þetta?

Þar sem ég er haldin ýmsum þráhyggjum og sjúklegri skipulagsáráttu er mér illa við óvæntar uppákomur. Held ég sé farin að ofanda. Fjandas plastvæðing. Á engan bréfpoka til að anda í. Umbúðapappír. Verð að finna umbúðapappír.

Hjálp. Hlíf sem veist allt. Ég treysti á þig. Er þetta gjöf í tilefni föstudagsins? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: inam rakel yasin

Þetta er undarlegisti pakki sem ég hef nokkurn tímann heyrt af. Þetta hlýtur að vera grikkur sem einhver að gera þér.

inam rakel yasin, 13.11.2007 kl. 21:38

2 identicon

Þetta hlýtur nú að vera einhver sending frá hugvísindastofnun þar sem hún er merkt þeim. Hvers vegna þeir eru að senda mér þetta er svo annað mál

dr 13.11.2007 kl. 22:12

3 identicon

Ég er allavega sármóðguð að hafa ekki fengið svona pakka líka!

Nei þetta hljóta að vera einhver mistök... kannski spurning um að hafa samband við hugvísindastofnun ... eða bara halda pakkanum, með þessum æsispennandi blöðum:)

Hlíf 15.11.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband