23.11.2007 | 17:50
Huh
Það er sko engin sól í sinni núna. Bara helv**** ský á himni. Ég höndla einfaldlega ekki þessi heimaverkefni í forna málinu. Hef verið að vinna verkefni 10 frá því klukkan tvö í dag. Á næstum fjórum tímum hefur mér tekist að fá móðursýkiskast yfir væntanlegu lokaprófi (skoðaði prófasafnið á netinu áðan, velti því fyrir mér hvort það borgi sig eitthvað að læra fyrir það eða hvort það sé betra að sleppa því bara, hætta í skólanum, gefast upp á lífinu), grenjukast, leggjast í sjálfsvorkun og finnast ég heimsk, fá illt í magann af stressi, drekka kaffi, skoða allt sem mér datt í hug að hægt væri að skoða á netinu og stara fram fyrir mig á Word skjalið. Ó! Ekki má gleyma að ég hef líka skrifað tvær setningar. Sem sagt búin með 1/100 af verkefninu. Bravó Díana!
Eins og ég er búin að vera afslöppuð þessa önnina og njóta námsins eiga einhverjar stresshamfarir sér stað innra með mér þessa dagana. Ég fæ hræðileg svimaköst og er við það að líða út af í tíma, magaverk, er með krónískan hausverk og brest í grát þess á milli. Metnaður minn er mikill sem og kröfur til mín sjálfrar. Mig langar til að útskrifast með ágætiseinkunn (9 og yfir í meðaleinkunn). Er horfin frá því þar sem það er frekar óraunhæft þótt ég fái mjög góðar einkunnir. Hef verið með svona 8,8-8,9 undanfarið. Stefnan héðan í frá er mjög líklega niður á við. Kannski fell ég með skelli.
Það er örugglega enginn sem trúir þessu röfli í mér því alltaf gengur mér betur en ég átti von á. Ég er hins vegar full vanmáttar gagnvart forna málinu. Mér hefur aldrei liðið svona gagnvart neinu í mínu námi áður. Kannski aðeins gagnvart setningafræði en ástandið var ekki eins alvarlegt þá og það er núna. Sei, sei, nei. Ég get ekki munað þetta allt. Ég get ekki skilið þetta allt. Mér finnst verkefni 10 óyfirstíganlegt og held ég geti einfaldlega ekki leyst það. Myndi í mesta lagi fá einn af þremur. Veit ekki hvort það er þess virði að eyða þá 20 klukkustundum í það.
Ég held ég þurfi á áfallahjálp að halda. Mín eigin vangeta og heimska er að drepa mig. Sniff.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:54 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, elsku Díana mín. Það er eins og ég hafi skrifað þessa færslu í einu af mínum svartsýnisköstum. Finnast ég vera heimsk, allir aðrir klárari en ég, get ekki, skil ekki, kann ekki. Það sem hjálpar mér mest er að tala við samnemendur mína, og kemst þá yfirleitt af því að ég er ekki sú eina sem að hugsar svona. Og veistu hvað? Um daginn var ég á bókhlöðunni og heyrði þá strák tala um (ég var ekki að hlera, hann talaði hátt!) að kærasta hans væri í þessum áfanga í forna málinu (bólin er á norsku er það ekki) og hún væri líka að ströggla.
En ég hef mikla trú á þér, og smá stresshnútur í maganum er stundum góður því hann hvertur mann til að læra meira. En of mikið stress tekur einbeitinguna frá manni...
Og þú ert ekki heimsk! Með 8,9 í meðaleinkunn í háskólanámi og 10 í einkunn sem manneskja.
Besos y abrazos!
Tinna Rós 24.11.2007 kl. 11:53
Díana, þú ert rugludallur:)
Ég skil þig samt vel... ég var svona svipuð og þú í B.A. náminu, bara með aðeins lægri meðaleinkunn (svona 8,6-7sem ég held reyndar að hafi verið fínt, því þá var ég ekkert sérstaklega að pæla í því að ná ágætiseinkunn).
Forna málið er skerí og verkefnin eru erfið... en svo var prófið bara ekkert svo hræðilegt. Allavega náði ég og vel það þó ég hefði verið komin á fremsta hlunn með að mæta ekki í prófið því ég kunni EKKERT (hélt ég). Hef örugglega grenjað mjög mikið daginn fyrir prófið, en ég man það bara ekki vel því ég grenja svo oft;)
Gerðu eitthvað og skilaðu einhverju í verkefninu... fólk fær alltaf eitthvað fyrir það og eitthvað er skárra en ekkert, fyrir utan það að þú lærir af því hvort sem það skilar sér í verkefninu eða ekki, þá verður alla vega örlítið minna sem þú ert að pæla í í fyrsta skipti fyrir prófið.
hlíf 26.11.2007 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.