26.11.2007 | 15:41
Matarstund
Odda podda bestavinkona bjargaði mér á föstudagskvöldið. Sem ég er að hugsa um að fara í bubblubað og borða froðuna í sjálfsvorkun minni eða eitthvað álíka hringir Oddný í mig og boðar komu sína. Sprundin var að sinna einhverju jólastússi og var því fjarri góðu gamni. Ég og Oddný opnuðum bjór og stúderuðum forna málið aðeins. Skoðað með bjór í maga var það eiginlega bara fyndið hvað það er erfitt.
Það var nú bara allt svo fyndið hjá okkur að kvöld sem átti að vera rólegt hjá mér og fara í lærdóm breyttist í tveggja manna partý. Hrund bættist svo í hópinn og við enduðum á tjúttinu. Eins og ég er orðin leið á því og leiðinlegum stöðum þá skemmti ég mér konunglega. Ég dansaði stanslaust frá tvö til fimm án þess einu sinni að stoppa til að pissa. Svitinn lak af mér og einu sinni hneig ég niður með svakalegan hlaupasting. Hélt í smá stund að hann væri banvænn en svo byrjaði eitthvað rassadilliscostaricajuanesseanpaullag og ég trylltist. Ég hræði sjálfa mig stundum.
Hrund svaf ógesslega lengi á laugardaginn svo ég dundaði mér eitthvað sjálf, enginn til að leika við mig. Við Sprundin fórum svo út að borða og í bíó og höfðum það gott. Tókum sunnudaginn með trompi. Hentumst í Bónus, tróðum fullt af drasli í bílinn og á meðan ég gekk frá vörunum brunaði Hrund í Sorpu með allt draslið. Hrund snurfusaði svo og vaskaði upp á meðan ég bakaði spelt súkkulaðiköku, setti læri í ofninn og bjó til sósu, sallat og kartöflugratín. Lagnirnar undir vaskinum gáfu sig skyndilega og miður góð lykt gaus upp. Hrund fór í Húsasmiðjuna og keypti einhver rör og náði í systkini mín sem við höfðum boðið í mat. Móðir mín hefur miklar áhyggjur af krílunum svona móðurlausum á meðan hún vinnur allar helgar og fram á nótt. Veit ekki hvort fólk á þingi gerir sér grein fyrir því hvað það er að gera elsku mömmu minni. Fyrir þá sem ekki vita vinnur mamma hjá fjárlaganefnd Alþingis.
Litli ljósálfur kom heim frá pabba sínum í gær, mátulega í veislumatinn. Ég sakna hennar svo hræðilega þegar hún er í burtu og ég Hrund erum hálf vængbrotnar án hennar. Hún er ljúfasti engillinn minn.
Rakel hefur tekið það upp að kalla kvöldmat matarstund. Studdi að minnsta kosti hönd undir kinn í gær og andvarpaði eftir að hafa klárað matinn sinn: 'Núna er matarstundin búin og ég er svooo þreytt'. Við kústuðum því tennur, báðum bænir og hún sofnaði á örskotsstundu í bólinu sínu.
Síðasta vika annarinnar er hafin. Þegar ég brjálast úr stressi verður mér ekkert úr verki. Ég bara líð um, get ekki hugsað og læri að sjálfsögðu ekki neitt. Sem betur fer standa þessi tímabil stutt yfir. Brátt nær adrenalínið hámarki og þá rústa ég þessum lærdómi. Rústa þessum prófum. Aaaahhh!
Ég og Hrund ætlum að skreppa í eitthvað moll (oj) og finna okkur jólaflík. Viljum ekki fara í jólaköttinn.
Í dag ætla ég að gera orð Elíasar í Elíasarbókunum að mínum:
'Ég hlakka til í fætinum'
Ég kann að segja ég hlakka til og fætinum ekki fótnum. Allt verður í góðu lagi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 27.11.2007 kl. 15:30 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.