28.11.2007 | 11:07
Skellur
Rakel féll mörgum sinnum með skelli í gær. Ekki þó í neinum prófum heldur á leið í leikskólann. Það var fljúgandi hálka og hún var eins og belja á svelli. Ég átti fullt í fangi með að halda henni nokkurn veginn uppi og meiruhluta leiðarinnar dró ég hana áfram á einum handlegg. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að halda á henni. Er fegin því að ég kippti henni ekki úr lið. Þegar hún var yngri fór hún nokkrum sinnum úr olnbogalið. Stundum gerðist það þegar við leiddum hana og hún datt og svo einu sinni þegar Hrund var að leika við hana. Fyrst vorum við skíthræddar þar sem barnið öskraði af sársauka og við vissum ekkert hvað var að. Seinna lærðum við inn á þetta og oftast nær kippti hún sér sjálf í lið með brussuskapnum í sér. Algjör snillingur.
Við Rakel sváfum yfir okkur í gærmorgun. Barnið sofnaði fyrir átta og svaf til korter yfir níu. Þar sem ég þurfti ekki í skólann fyrr en eftir hádegi leyfði ég henni að sofa og vera í fríi fyrir hádegi. Það var voða ljúft. Við fengum okkur morgunmat og komum okkur svo fyrir í sófanum undir teppi og horfðum á teiknimynd. Hún var sjúklega fyndin og við hlógum okkur máttlausar. Rakel hefur mest smitandi hlátur í heimi, svo ótrúlega dillandi. Hún mætti akkúrat í hádegismat í leikskólanum og ég fór heim að vaska upp.
Þótt Hrund væri eitthvað búin að laga rörin undir vaskinum vissum við alveg að það þyrfti að gera þetta betur. Þegar ég var búin að vaska upp sá ég að allt heila klabbið hriplak. Úps. Enn einu sinni ákváðum við að fresta ræktinni og fara og versla rör í Húsasmiðjunni. Hrund var búin að teikna öll rörin upp og mæla og ég veit ekki hvað svo við myndum örugglega kaupa allt rétt. Það er hins vegar ótrúlegt hvað það gengur stundum illa að komast í ræktina. Við höfum ekki farið í þrjár vikur. Við vorum reyndar mjög duglegar þar á undan en svo höfum við endalaust verið að útrétta eða einhver verið veikur. Þriðjudagar henta okkur lang best til að útrétta.
Málið er bara að ég er sjúklega hrædd um að halda áfram að fitna og enda í hundrað kílóum. -Varð allt í einu svo stressuð að ég fór og viktaði mig, ég hef ekki þyngst-. Ég er hins vegar að æfa mig í því að láta þetta ekki skipta mig svona miklu máli. Þeir sem þekkja mig vita að einu sinni voru þessar fitupælingar eitur í huga mér. Vitinu var komið fyrir mig og ég ætla aldrei til baka. Ég verð líka að hætta að skammast mín fyrir að vera ekki grönn. Og vera góð við sjálfa mig. En ég ætlaði nú ekki að skrifa um þetta. Ok. Takk fyrir mig.
Sumst. Ég náði í Rakel á leikskólan og við brunuðum upp í Iðnskóla að sækja Hrund. Við vorum þó varla komnar inn í Blómval (ákváðum að taka einn jólahring þar og enda í Húsasmiðjunni) þegar Rakel fékk skot í magann og við æddum með hana inn á klósett. Gerðum svo aðra tilraun til að hefja hringinn en barnið gólaði af magaverk. Það var því ekkert annað í stöðunni en að bruna heim og setja krílið á klósettið. Hún fékk svo bláberjasúpu og eplasafa þar sem það er svo stemmandi og var orðin hress á kát í morgun.
Klukkan er allt í einu orðin ellefu og ég ekki byrjuð að læra fyrir próf sem ég er að fara í á föstudaginn. Ég sveiflast á milli þess að vera pollróleg og svima af stressi. En svona er þetta bara. Að lokum:
Mér líka ólívubollur einstaklega vel. Það er eitt það besta sem ég fæ og þær eru ótrúlega einfaldar í framleiðslu. Við Sprundin stefnum á bakstur í kvöld. Svo er bara að koma þessu í frystinn og þá er hægt að gera sér glaðan dag á aðventunni.
Mér er illa við fólk sem blaðrar í símann á meðan það keyrir. Það er eitt að svara og segjast hringja seinna en annað að skipuleggja næsta árið í símann á meðan þú stýrir með annarri hendi og veist ekkert hvað er að gerast í kringum þig. Þegar ég bölsótast yfir einhverjum stórhættulegum fávita í umferðinni og keyri svo fram hjá honum bregst sjaldan að ég sjái mannesku sem er með alla athyglina við gemsann. Óþolandi og hættulegt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:12 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.