2.12.2007 | 23:35
Skemmtilegt
Þessi spurningalisti er nú eitthvað fyrir mig. Náði í hann á síðunni hennar Hlífar og ætla að svara honum að áeggjan hennar:
1. Harðspjalda eða kilja og hvers vegna?
Erfitt að segja. Mér finnst harðspjalda eigulegri og þær tengjast jólunum, þá fæ ég sjaldan kiljur. Hins vegar eru kiljur svo meðfærilegar og hægt að lesa þær hvar og hvenær sem er. Ég segi harðspjalda í gjöf og kiljur þegar ég kaupi sjálf (nema bókin sé þeim mun sérstakari).
2. Ef ég ætti bókabúð myndi ég kalla hana ...
Vá, ég væri alveg til í að eiga bókabúð. Ætli ég myndi ekki kalla hana Kotið. Við það orð tengi ég eitthvað notalegt, spennandi og áhugavert.
3. Uppáhalds frasinn minn úr bók (nefnið titilinn einnig)
Góðar stelpur. Gæða sér á guðsgjöfunum og bursta tennurnar á eftir. Góðar stelpur. Passið ykkur bara á mér. (Sérstakur dagur eftir Kristínu Ómarsdóttur).
4. Höfundurinn (lifandi eða dauður) sem ég myndi helst vilja borða hádegismat með
Kristín Ómarsdóttir
5. Ef ég væri að fara á eyðieyju og mætti bara taka með mér eina bók ...
Einu sinni sögur eftir Kristínu Ómarsdóttur. Eina bókin sem ég hef byrjað strax aftur á eftir að ég lauk henni. Alltaf jafn sjúklega góð.
6. Það væri frábært ef einhver fyndi upp svona bókatæki sem ...
Hreinsaði bækur og gerði við þær. Þá gæti maður bara sett þvældu, uppáhalds bókina sína sem kannski er með matarslettum (svo gott að lesa um leið og maður borðar) og einhverjum krumpuðum síðum í tækið og hún kæmi út eins og ný. Þessi viðgerð fæli ekki í sér að bókailmur hennar þurrkaðist út. Lyktin af gömlum bókum er svo góð.
7. Lyktin af gamalli bók minnir mig á ...
Allt það góða í lífi mínu, bæði í fortíðinni og núinu. Ég get tengt svo margt í lífi mínu við bækur af því að þær lita það allt.
8. Ef ég gæti verið aðalhetjan í bók (nefnið titilinn) væri ég ...
Emma í Emmubókunum, Arnþrúður í Z ástarsaga, Anna í Z ástarsaga.
9. Ofmetnasta bók allra tíma er ...
Verð að vera sammála Hlíf, Laxness kallinn og allar hans bækur. Mér finnst reyndar Salka Valka góð en annars finnst mér þessi dýrkun á honum kjánaleg. Mamma segir að það sé líklega best að lesa hann þegar maður er svona 12-15, þá er maður svo hrifnæmur. Ég las einmitt Sölku Völku á þeim aldri. Það sem ég hef lesið eftir hann síðan þá hefur mér ekki líkað.
10. Ég þoli ekki þegar bækur ...
... sem ég fæ í jólagjöf og ég hef sérstaklega beðið um eru leiðinlegar. Ég verð svo hræðilega svekkt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, sammála 10! Úff gerðist barasta um síðustu jól hjá mér. Líka, nú til dags fæ ég oft bara eina bók (hef reyndar verið heppin síðustu jól og fengið allt að 3) og þá er svo svekkjandi ef hún er leiðinleg!
Hlíf 3.12.2007 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.