1.1.2008 | 15:15
2008
Svo ég haldi áfram með yfirlitið síðan síðast ...
Höfðum það rosa gott hjá mömmu þann 27. des. Ég byggði pínkulítið snjóhús með Rakel milli þess sem við borðuðum og spiluðum. Akkúrat það sem maður á að gera um jól.
Jólaballið daginn eftir var líka mjög skemmtilegt. Rakel var búin að bíða spennt í marga daga, gat ekki beðið eftir því að fá að hitta jólasveininn. Enda sat hún um hann og einokaði hann allt ballið. Þurftum að útskýra fyrir henni að hann þyrfti líka að vera með hinum börnunum. Hún elti hann með stút á munninum og heimtaði koss sem hún og fékk. Fórum svo í smá jólaboð til ömmu, átum kökur og spjölluðum við fjölskylduna.
Á laugardaginn fór Hrund að hitta vinkonu sína en við Rakel eyddu deginum með mömmu í ýmsum útréttingum. Við fórum svo í bíó á sunnudaginn og var Rakel í essinu sínu. Hún fékk rúsínur, þurrkaða ávexti og piparkökur í poka og svala að drekka og var alsæl.
Fyrri hluta gamlársdags dúlluðum við okkur hjá tengdó og svo keyrðum við Rakel til pabbans. Hún eyddi áramótunum með honum sem var ótrúlega skrítið. Eftir kvöldmat hjá tengdó brunuðum við Hrund heim og tókum á móti fullt af fólki. Fjölskyldan ákvað skyndilega að endurnýja gamla hefð og eyða kvöldinu saman svo mamma og co., systir mömmu, hennar krakkar og viðhengi og afi og amma mættu. Brjálað stuð. Frændi minn er sölustjóri hjá flugeldasölu björgunarsveita og mætti með bílfarm af flugeldum. Klikkað gaman.
Ég og Hrund sváfum svo út í morgun og mikið var það gott. Snúllan var að koma heim og ég er um það bil að hefjast handa við matseldina. Ætla að hafa sítrónukjúkling og eplaköku með ís og Rakel ætlar að sjálfsögðu að hjálpa.
Mikið er lífið ljúft. Gleðilegt ár allir og takk fyrir samveruna á því liðna. Knús!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:19 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á ekkert að fara að blogga á nýju ári...She
silla 7.1.2008 kl. 11:49
Algjörlega er ég sammála síðasta ræðumanni. Koma svo. Og meðan ég man. Happy new year....
Gunnsan
Gunnsan 7.1.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.