8.1.2008 | 11:25
Peningar með sín leiðindi
Já, já, ég veit. Ég hef ekki verið dugleg að skrifa. Ætli ég hafi ekki bara verið of upptekin við að borða. Og knúsa stelpurnar mínar. Þeir sem hafa mínustekjur líkt og ég og Hrund (þ.e. lifa á námslánum og eru í skóla) njóta þess munaðar að fá ágætis jólafrí. Hvorug okkar er byrjuð í skólanum og Rakel fór í fyrsta skipti á leikskólann í gær síðan fyrir jól. Þegar rútínan er engin er bloggáhuginn að sama skapi lítill. Eða kannski er það meira það að ég hef enga ástæðu til að kveikja á tölvunni þegar ég er ekki í skólanum og blogga þar af leiðandi ekki. En núna er þetta allt að byrja svo örvæntið ekki.
Peningar já. Ég og Sprundin ætlum að kaupa okkur bíl. Það kemur að því að maður getur ekki gert lengur við bílinn sem bilar á tveggja mánaða fresti og heimtar 40000 kr. í hvert skipti. Sem er nátla helber dónaskapur. Við skítum þessu ekki. Krónunum það er.
Ég hef því setið og reiknað út hversu dýran bíl við höfum efni á að kaupa. Ef tryggingar væru ekki svona dýrar gætum við keypt alveg hreint ágætis bíl. Í staðinn þurfum við að gera okkur sæmilegan-ágætan að góðu. Sem er allt í lagi. Ég þakka fyrir að hafa möguleikann á því að kaupa bíl og þurfa ekki að vera með barnið í strætó alltaf hreint. Þar sem við Sprundin erum einstaklega útsjónasamar og ég snillingur í að nurla saman og leggja fyrir þá eigum við dágóða summu inni á bankabók. Sem aftur gerir okkur kleift að kaupa bíl. Geri aðrir betur á mínustekjum.
Fyrir utan það að við eigum mömmur sem leyfa okkur aldrei að borga til baka þegar við fáum lánað hjá þeim. Það sparast því endalausar aukakrónur hér og þar. Takk fyrir það bestu mömmur og tengdamömmur í heimi.
Meira um peninga. Það eru ágætis líkur á því að ég fái vinnu í Háskólanum í sumar. Ekki endilega við sama verkefni og síðast en það er bara gaman að breyta til. Launin stóðu hins vegar nokkuð í mér. Mér finnst ekki eðlilegt að fá minna borgað fyrir þess vinnu heldur en ég fékk sem leiðbeinandi á leikskóla því eins og allir vita eru launin þar ekki til að hrópa húrra fyrir. Ég hringdi áðan niður á launadeild og komst að því að sökum aldurs (ári eldri en í fyrra) og eininga sem ég mun hafa lokið í sumar hækka ég í launum. Ef mér býðst vinna get ég því þegið hana án þess að hafa krónískar áhyggjur af peningum. Get þá kannski tekið smá sumarfrí með stelpunum mínum.
Það var þrettándakaffi á leikskólanum hjá Rakel í gær. Rakel var að springa hún var svo spennt yfir því að fá okkur í heimsókn. Þegar við komum snérist hún í kringum okkur og vaktaði okkur að sjálfsögðu því henni líkar hreint ekki vel þegar önnur börn eru eitthvað utan í okkur. 'Má ég gefa mömmunum mínum svona rjóma og kakó' sagði barnið í gær. Er það ekki bara krúttlegast í heimi? Mömmunum mínum.
Við fengum tvö ár þar sem barnið var alveg ómeðvitað um þetta 'stráka' og 'stelpu' kjaftæði. Var í hvaða litum sem var. Um daginn settum við hana í ljós-og dökkbláröndótta nærskyrtu og hún horfði forviða á okkur. Sagði þetta strákabol. Við héldum nú ekki. Hún væri stelpa og væri í bolnum og hann því stelpubolur. Rifum svo fram öll þau bláu föt sem við áttum og sýndum henni. Hún var líka að fá bláan pollagalla. 'Strákagalli' tilkynnti hún. Og við héldum sömu ræðu. Hún var alls ekkert ósátt við að fara í þessi föt. Fannst þau bara vera fyrir stráka. Ég þakka bara fyrir að fá að klæða hana í þetta. Og það mun ég gera þangað til hún fer að grenja undan því og virkilega hafa skoðanir á því.
Mikið andskoti finnst mér leiðinlegt að þetta skuli vera svona alltaf hreint með stelpu og stráka hitt og þetta. Skiptir einhverju máli hvort börn eru stelpur eða strákar þegar kemur að fötum og leikföngum? Hver sagði barninu mínu að blátt væri strákalitur? Væntanlega önnur börn. En hver kenndi þeim það?
Ég vil að dóttir min hafi frelsi til að gera það sem hún vill og vera í því sem hún vill án þess að það sé stimplað stelpu- eða strákalegt.
En ef hún er í bláu þá fær hún örugglega áhuga á bílum og verður lesbía og gengur aldrei út. Er það ekki svoleiðis?
Fjandinn hafi það.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að foreldrar hafi mikið um þetta að segja... þ.e. þeir sem klæða börnin sín bara í "réttan" lit:)
Þetta var ekki svona svakalegt þegar við vorum litlar, eða allavega ekki þegar ég var lítil. Ég held ég hafi verið í öllum litum, og ég var oft í fötum af stóra bróður mínum. Og systir mín og bróðir voru alltaf í eins fötum. Og það er til mynd af elstu bræðrum mínum þar sem þeir eru ægilega ánægðir, allir þrír í eins BLEIKUM bolum.
Ég var líka svo heppin að eiga 4 eldri bræður svo það var til nóg af "stáka"dóti og "stráka"bókum. Mér fannst mjög gaman að leika í "stelpu"leikjum, en alveg jafn gaman að leika í "stráka"leikjum. Og það er bara rugl að gefa börnunum sínum ekki tækifæri til þess að leika í báðum tegundum. Af hverju fá stelpur ekki bíla og strákar ekki dúkkur??
Hlíf 8.1.2008 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.