29.1.2008 | 17:33
Þannig er nú það
Í örstuttu máli var helgin góð. Hrund var í skólanum frá níu til þrjú á laugardaginn en við Rakel skelltum okkur í íþróttaskólann og sprelluðum, því næst drukkum við kaffi hjá ömmu Rósu/langömmu og hittum svo Hrund hjá tengdó þar sem við vorum í góðu yfirlæti fram að háttatími Rakelar.
Á sunnudaginn tókum við því rólega þar til tími var kominn til að fara í leikhúsið að sjá Skilaboðaskjóðuna. Mamma og Einsi bró komu með og má með sanni segja að við höfum öll skemmt okkur konunglega. Rakel fylgdist vel með öllu og var mjög upprifin í lok sýningar. Vorum svo boðnar í læri til mömmu sem við þáðum.
Svo er ekkert meira að segja. Venjulegt fólk fær skammdegisþunglyndi í nóvember. Mér finnst ég hins vegar oft mara í hálfu kafi frá miðjum janúar og fram í febrúar.
Ég sem sagt á ekki í erfiðleikum með skammdegið heldur aukna birtu. Hún sker mig í augun og neyðir mig til að horfast í augu við sjálfa mig.
Dagarnir lengjast, hrista af sér slenið og myrkrið í leiðinni. Stundum finnst mér allt þetta myrkur taka sér bólfestu í mér.
Það er tími til kominn fyrir mig að hrista af mér slenið og myrkrið í leiðinni. Ég er að fara í próf á fimmtudaginn.
Komasodíana
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:34 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.