10.2.2008 | 21:34
Fin de semana
Sit hérna nýböðuð upp í sófa með tölvuna mína og blogga. Hrund er að læra stærðfræði og skemmtir sér konunglega. Hef sjaldan séð manneskju læra af jafn mikilli áfergju. Heyrði hana setja kaffivélina í ganga áðan og fór inn í eldhús til hennar að gefa okkur pensilín. 'Hvort ertu að fara mála eða læra' spurði ég þar sem aðeins annað hvort kemur til greina þegar hún drekkur kaffi á kvöldin. Það var lærdómur að þessu sinni.
Helgin var ljúf. Hrund fór í skólann á laugardaginn og á meðan skelltum við molinn okkur í íþróttaskólann og á eftir í afmælisgjafakaup. Þegar Hrund var kominn heim fórum við svo í afmæli til Helenu frænku (sem varð þriggja ára), dóttur móðurbróður hennar Hrundar. Þær stöllur, Rakel og Helena, fóru á kostum og léku sér þangað til þær voru sveittar og þreyttar. Við enduðum daginn heima hjá mömmu í saltkjöti og baunum en loksins varð eitthvað úr því áti.
Í dag byrjuðum við á því að fara með Einari upp á hól hjá Breiðagerðisskóla og renna okkur á snjóþotu. Djöfull er það ógeðslega gaman. Einar, Hrund og Rakel fóru svo út í garð hjá mömmu og byggðu þetta líka svakalega snjóhús með göngum í gegn og ég veit ekki hvað. Meira að segja Hrund gat setið upprétt í því. Á meðan lærðu mamma og Elísabet (auðvitað ekki ég, ég nenni ekkert að læra) og ég bjó til eggjasallat, tók fram brauð og álegg, bakaði Costa Rica pönnsur (endurbætta útgáfu með spelti, agave sýrópi og lífrænu lyftidufti) og bjó til heitt súkkulaði.
Eftir átið héldu kvennsurnar áfram lærdómi á meðan við Einar, Hrund og Rakel komum okkur fyrir í sófanum og horfðum á teiknimynd. Reyndar var það aðeins Rakel sem horfði á meðan við hin dottuðum.
Svo bara dúlluðum við okkur. Rakel lék sér eins og engill, sníkti það hjá Elísabetu að fá að hlusta á uppáhaldslagið sitt með The Knife: Is it medicin or socialskills. Svo söng hún þetta látlaust og dansaði með sem var kostuleg sjón.
Eftir pizzuát drifum við okkur heim og hér erum við. Er að hugsa um að vista myndir inn á disk. Tölvan er farin að frjósa svo oft og er hrædd um að hún hrynji hvað úr hverju. Vil alls ekki glata myndunum.
Svo bíður mín mánudagur á morgun og allur sá lærdómur sem honum fylgir. ÚJE.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.