11.2.2008 | 23:25
Ótrúlegt
Ég trúi því ekki fjandinn hafi það að önnin sé að verða hálfnuð. Í næstu viku er kennsluhlé og svo helmingurinn eftir. Venjulega er ég metnaðurfull og samviskusöm fyrri hluta annar en eftir kennsluhlé finnst mér önnin eiginlega vera búin og bíð bara eftir prófunum.
Núna finnst mér ég bara hafa eytt vikum í birtuþunglyndi, streptókokka og veikt barn. Hef hreint ekki lært mikið og hef ekki haft nennu til eins né neins. Hef mest setið og starað út í loftið, horft á kennara tala og ekki meðtekið orð, stunið (og stundum öskrað) yfir verkefnum heima við og oft á tíðum gefist upp. Farið í staðinn að horfa á sjónvarpið eða skilað ófullkomnum verkefnum.
Þjáist af þreytu og ógleði. Væru ekki ár og dagar síðan ég var síðast við karlmann kennd væri ég núna að pissa á spjald.
Í dag ætlaði ég loksins að stunda einhverja hreyfingu. Ætlaði upphaflega að taka nýja árið með trompi. Það er að verða komið fram í miðjan febrúar og ég hef eytt tímanum í að fitna. Eftir að hafa lagst yfir myndir um helgina og komist að þeirri niðurstöðu að undirhakan mín sést nú þrátt fyrir að ég horfi beint fram (þ. e. ekki niður en þá má sjá undirhöku á flestum) ákvað ég að þetta gengi ekki lengur. Náði mér líka loks á strik í mataræðinu um helgina en það hefur verið undarlegt á því herrans ári 2008.
Ekkert varð úr hreyfingunni í dag þar sem ég var að drepast úr ógleði.
Núna er ég að drepast úr þreytu.
Ég er reyndar búin að gera einn fyrirlestur í spænsku á undanförnum vikum.
Ég hef líka sett í óteljandi þvottavélar, vaskað upp og skeint barnarass.
Skrifað þrjár smásögur og lesið nokkrar bækur.
Og heimsótt ömmu og afa mörgum sinnum.
En ég veit ekkert hvað ég vil gera á afmælinu mínu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:27 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hei, hvar eru smásögurnar? ertu með sér blogg fyrir þær? mig langar að lesa!! Er annars að lesa fyrirlesturinn þinn um jarðskjálftann í Managua, hafði ekki gert mér alminnilega grein fyrir styrkleikanum þótt ég hafi komið á staðinn og séð með eigin augum hvað Managua var/er? stórfurðuleg borg, engri annarri lík. Bestu adrenalínminningar mínar þaðan eru frá umferðinni, að aka bíl þar var eins og kasta sér í hyldjúpa straumharða á vitandi að bringusundið úr sundhöllinni myndi ekki duga. Ef ég keyrði ekki nógu hratt dundu á mér svívirðingar úr öllum áttum þar sem ég steig bensínið í botn í mínum izuzu-pikkupp og sveiflaði höndum í allar áttir út um opinn bílglugga eftir því hvort beygja skyldi eða bremsa. Það besta við að vera ung er að upplifa sig nánast ódauðlega ...
mamma 13.2.2008 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.