Hmm

Ég var alveg búin að sjá þennan morgun fyrir mér: Ætlaði að vakna útsofin korter fyrir sjö, taka mig til með stelpunum mínum, við Hrund færum með Rakel í leikskólann, ég keyrði Hrund í skólann og færi svo sjálf í skólann þar sem ég tæki blogghring, færi inn á mbl.is og lærði jafnvel eitthvað áður en ég færi í tíma klukkan tíu.

Hann var ekki alveg svona.

Hrökk upp tíu mínútur fyrir sjö og skildi ekki hvað hafði vakið mig (datt vekjaraklukkan ekki í hug), gerði rifu á augn svo ég sæi klukkuna í loftinu og lokaði augunum svo strax aftur. Hafð séð að klukkan var bara sex eitthvað svo ég hugsaði með mér: Jess ég má sofa lengur, hún er bara sex eitthvað, alltof snemmt til að vakna. Fattði svo rétt eftir að ég var búin að loka augunum aftur að ég átti að vakna klukkan sex eitthvað. Oj.

Hrund skreiddist á fætur hálftíma seinna og var eins og draugur upp úr öðrum draug. Kom sér í föt og drakk kaffi en þurfti sífellt að setjast niður inn á milli sökum orkuleysis og óþæginda í maga. Á endanum komst hún ekkert út úr húsi, ætlaði að leggja sig fram að hádegi og sjá hvort hún kæmist í skólann þá.

Ég fór því með Rakel á leikskólann og hálf asnalegt að vera svona snemma á ferðinn þegar ég átti ekki að mæta fyrr en eftir tvo tíma (hélt nátla að ég þyrfti að skutla Hrund).

Ákvað að nýta tímann og taka bensín. Fyrst þurfti ég að bíða mjög lengi eftir að komast að og svo var eitthvað sambandsleysi í gangi svo það var ekkert hægt að taka helvítis bensín. Niðursnjóuð keyrði ég þá í skólann.

Núna sit ég hér ein í tölvuverinu í Árnagarði og mér finnst eiginlega ekki taka því að byrja að læra. Ætlaði að skíra bloggið 'Velkomin ... í ljóðahorn Díönu Rósar' en andinn yfirgaf mig á leiðinni hingað. Núna hef ég mestar áhyggjur af því að Hrund verði lasin á morgun og við komust ekki í okkar rómó ferð. Það verður þá bara að hafa það, við frestum þá bara henni og gistingu Rakelar hjá ömmunni (því þá tími ég nátla ekki að senda hana eitt né neitt, ha, ha).

En samt væri það ógó fúlt.

Kannski er Hrund bara þreytt. Hún neitar því að vera veik sem er gott. Bara taka þetta með hugarfarinu.

Við áttum allavega kósý kvöld í gær. Við Rakel fórum til ömmu eftir skóla og fengum blóm hjá henni svona eiginlega í tilefni afmælisins. Ég og afkvæmið brunuðum svo heim og hoppuðum í sturtu og fórum svo ásamt Sprundinn út að borða á Ítalíu. Ég og Hrund horfðumst í augu yfir kertaljósi milli þess sem við spiluðum minnisspil við Rakel og skárum ofan í hana. Þetta var mjög ljúft. Þegar heim var komið fór Rakel beint í ból, ég upp í sófa að horfa á Friends og Hrund að læra stærðfræði. Eftir klukkutíma var hún gráti næst og farin að reyta hár sitt yfir óskiljanlegum dæmum svo ég bauð henni faðm minn og huggun. Það sem eftir lifði kvölds gláptum við bara og fórum aldrei þessu vant að sofa á skikkanlegum tíma.

Best ég fái mér að borða og sendi Sprundinni góðar og læknandi hugsanir. Hasta luego.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 56566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband