22.3.2008 | 14:41
Páskafrí, frh.
Afmælisveislan heppnaðist fullkomlega. Þrátt fyrir að vindurinn blæsi ofsafenginn úti skein sólin inn um gluggann í fallegu stofunni okkar sem öllum líður svo vel í. Öll fjölskyldan mín mætt með bros á vör og vor í hjarta þrátt fyrir páskahret og að sjálfsögðu dýrindis gjafir handa lafðinni, mér. Ég fékk peninga og gjafabréf í japanskt dekur (skrúbbun, saltnudd, hreinsun, detox og fleira-mamma gaf Hrund líka fyrirfram afmælisgjöf: eins dekur svo við getum farið saman), bókina Mergurinn málsins sem er algjör snilld og stórt saumabox á hjólum með alls kyns hirslum. Dásamlegt! Takk fyrir mig!
Allir gæddu sér á veitingunum, spjölluðu, sungu afmælissönginn fyrir mig og svo voru gítararnir hennar Hrundar dregnir fram og strengir plokkaðir. Ég var að springa úr hamingju og gleði, sat bara á mínum rassi og naut og á meðan konan mín þaut um húsið og þjónaði öllum.
Við stelpurnar mínar vorum allar frekar þreyttar eftir daginn, náðum okkur í Subway og þegar Rakel var komin í rúmið horfðum við Sprundin á bíómynd og höfðum það kósý.
Ég stakk upp á því að Hrund færi til mömmu sinnar í gær og héldi áfram að smíða dúkkuhúsgögnin sín. Hún tók því boði, held að hún hafi kannski ekki kunnað við að láta sig hverfa svona á föstudaginn langa og í raun langað það mest af öllu. Mér finnst bara svo gaman að hún hafi pínu aðstöðu hjá mömmu sinni til að hlúa að áhugamáli sínu. Hún ljómar eins og sól í heiði þegar hún talar um það.
Við Rakel fórum til mömmu í brunch og svo fórum við þrjár ásamt systkinum mínum í langan göngutúr í sólinni. Rakel vildi ekkert vera í kerrunni og labbaði alla leiðina rjóð í kinnum og kát. Komum við hjá ömmu og afa á leiðinni heim og fengum okkur kaffi og köku og kláruðum svo göngutúrinn. Ég eldaði heima hjá mömmu (var einmitt að segja við hana að ég velti oft fyrir mér að biðja um einhver eldhúsáhöld í gjafir en finnst svo alltaf að ég eigi að biðja um eitthvað fyrir sjálfa mig, raunin er sú að eldamennska er mitt áhugamál, ég hlakka til alla daga að komast í eldhúsið og gleyma mér og ég næ aldrei betur að slaka á, næst bið ég um alminnilega hnífa í afmælisgjöf eins og mig langar í (og borga þeim sem gefur mér þá að sjálfsögðu, annað boðar ólukku). Og mamma sá alfarið um að baða Rakel og svona og koma henni í rúmið þar sem Rakel fékk loks þá ósk sína uppfyllta að fá að gista hjá ömmunni. Hefur í síðustu skipti sem við höfum verið þar neitað að fara heim og komið sér fyrir upp í ömmurúmi með bók, tilbúin að fara að sofa.
Við Hrund enduðum daginn á því að fara í bíó og nutum þess svo að sofa út í dag. Rakel er núna í Bónus þar sem mamma er að versla páskaegg, meðal annars handa okkur Hrund. Eins og ég hef sagt áður ætlum við ekki að gefa Rakel súkkulaðipáskaegg þar sem hún hefur ekkert við það að gera. Hún fær aldrei nammi hjá okkur og ég býð ekki í hana þegar hún er búin að gúffa í sig heilu eggi. Henni er líka alveg sama og þetta er líklega síðasta árið sem henni er alveg sama svo við ætlum að nýta okkur það. Það er hins vegar annað mál að ömmurnar langar voða mikið að gefa henni egg en það er bannað. Sorrý. Ég lofa að hún verður alsæl með rúsínur (svona í pínkulitlum pökkum), límmiða, plasthest, lífrænt hlaup og aldrei að vita nema við setjum eitt Kinderegg inn í, aðallega út af dótinu inn í því.
Við erum svo að fara eftir smá stund í heimsókn til vinar Hrundar úr smíðinni sem býr með konu og barni hérna í Efstasundi. Erum að hugsa um að kíkja til tengdó í mat þar á eftir.
Það er nebla svo fyndið að þegar ég er í fríi hef ég engan sérstakann áhuga á að elda nema tilefnið sé sérstakt. Eftir langan dag í skólanum get ég ekki beðið eftir að setja á mig svuntuna og kveikja undir pottununn. Eldhúsið er minn staður, ég skrifa innkaupalista, ákveð hvað er í matinn, ákveð hvernig raðað er í skápa og skúffu og fíla það í tætlur.
Mamma var að hringja og sagði meðal annars að Rakel hefði viljað vita hver ætti eiginlega að fá þessi páskaegg sem hún var að kaupa og bætti því svo við að pabbi hennar leyfði henni alltaf að fá nammi.
Við vondu mömmurnar.
Farin að taka mig til.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vildi að ég hefði komist í afmælið! En í staðinn sendi ég hlýjar kveðjur frá heitu Miami! Ég er reyndar að fara upp á flugvöll eftir nokkra klukkutíma, ég er að reyna að soga í mig sólargeislana svo þeir dugi eitthvað eftir að ég kem aftur heim. Ég frétti nefnilega að vorið hefði tafist eitthvað á Íslandi. Sjáumst eftir smá!
Rósa 22.3.2008 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.