25.3.2008 | 09:47
Páskafrí, frh.
Held aðeins áfram ...
Við röltum í Efstasundið í heimsókn til vinafólks á laugardaginn. Sátum þar og spjölluðum í góða tvo tíma og fórum svo í mat til tengdó. Rakel var búin að vera með hor í nös og hósta í talsverðan tíma og rauk allt í einu upp í hita um kvöldið. Fékk líka rauð flekki um allan líkamann og kláðabólur og ofsakláða. Hún hefur fengið svoleiðis áður þegar hún var lasin og sagði læknir að þótt þeir gætu ekki vitað ástæðuna fyrir ofnæminu væri þetta mjög algengt hjá börnum, sérstaklega þegar mikið álag væri á ónæmiskerfið sökum veikinda. Rakel var hins vegar þakin flekkjum í andlitinu sem og á öllum líkamanum og var öll sjóðheit svo í stað þess að fara heim að sofa fórum við með hana á læknavaktina. Hún var hin hressasta á meðan við biðum þótt hún væri rauð eins og karfi. Læknirinn sagði það sama og áður, óþekkt ofnæmisviðbrögð, gefa henni hálfa ofnæmistöflu og ekki hafa áhyggjur.
Við gerðum það og einhvern veginn tókst Rakel að halda sér vakandi í bílnum á leiðinni heim þrátt fyrir að klukkan væri farin að ganga tíu. Hún sofnaði að verða tíu og svaf vært þótt hún væri svo rennblaut af svita (hitinn líklega) að ég hélt á tímabili að hún hefði pissað undir.
Hún vaknaði rétt fyrir átta og þar sem ég vissi að það væri ekki nægur svefn fyrir hana setti ég hana upp í til okkar. Hún brölti og muldraði í hátt í klukkutíma á meðan ég dottaði með kannski eina rasskinn og einn handlegg í rúminu. Hafði reynt að koma henni fyrir eins nálægt mér og langt frá Hrund og hægt var þar sem Sprundin var líka veik og hafði farið að sofa á sama tíma og Rakel kvöldið áður. Ég hrökk upp að verða hálf tíu við magnaðar kvefhrotur Rakelar. Það var ekkert pláss fyrir mig í rúminu svo ég fór á fætur, borðaði morgunmat og horfði á Friends. Rakel vaknaði ekki fyrr en hálf tólf og Hrund rétt á eftir. Veit ekki hvort þið munið það en Rakel svaf líka svona lengi á aðfangadag og þennan dag var annar hátíðisdagur, páskadagur.
Ég undirbjó páskamat, Rakel leitaði að páskaegginu sínu sem ég hafði falið og Hrund sötraði kaffi. Rakelita var alsæl með pappapáskaeggið, sýndi lífræna namminu takmarkaðann áhuga en límdi límmiða í bók, lét hestinn brokka og gaf okkur rúsínur að smakka. Við komum okkur svo allar fyrir í sófanum og horfðum á teiknimynd þar til maturinn var tilbúinn. Þótt við værum að borða um fjögur var Rakel orðin stjörf af þreytu og var sofnuð fyrir hálf níu sem mér finnst ótrúlegt miðað við hvað hún svaf lengi. Við Hrundin opnuðum okkar egg og gæddum okkur á þeim eftir að krílið var komið í rúmið og horfðum á Juno, mynd sem ég verð að mæla með.
Í gær vöknuðum við saman og Rakel horfði á sjónvarpið og borðaði morgunmat áður en pabbi hennar kom að sækja hana. Hún eyddi deginum með honum en við Hrund í sjónvarpgláp og enduðum svo á því að leggja okkur og var hvíldin kærkomin (ef maður er með barn verður maður sjaldan eins þreyttur og í fríum, þá fer maður allt of seint að sofa og vaknar snemma í marga daga).
Rakel kom heim klukkan sex og stuttu seinna komu mamma og systikinin mín. Við bárum páskadagsafganga á borð og höfðum það gott. Elísabetu Rós var skutlað á vit félagslífsins eftir matinn en mamma og Einar komu sér fyrir í sófanum með okkur Hrund og við horfðum á spólur sem við náðum okkur í.
Í dag eru páskarnir búnir, ég nenni alls ekki að taka niður páksaskrautið og er strax komin með lærdómskvíðahnút. Rakel er heima þar sem hún er ekki orðin alveg frísk. Ætla aðeins að læra spænsku og taka svo niður skrautið.
Það er að duga eða drepast, eins og alltaf.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:50 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
uuu Til hamingju með afmælið!!
(Kannski mun ég óska þér til hamingju með afmælið í hverjum mánuði og vona að ég hitti einhvern tíman nálægt því)
Hlíf 26.3.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.