8.4.2008 | 13:27
Tíminn líður ...
... svo hratt finnst mér og sífellt hraðar eftir því sem ég eldist. Mér finnst hann sérstaklega líða hratt eftir að ég byrjaði í Háskólanum. Núna er t. d. önnin að verða búin, rétt vika eftir og svo skella prófin á af öllum sínum þunga.
Er búin að vera með fiðrildi og söknuð í maga það sem af er degi. Strákur sem er með mér í Menningu, sögu og þjóðlífi Rómönsku-Ameríku hélt smá fyrirlestur um Costa Rica í dag. Hann er sjálfur þaðan og bara að heyra hann tala, heyra sérstakan r-framburðinn, var nóg til þess að nostalgían helltist yfir mig. Var svo með tárin í augunum allan fyrirlesturinn, það var svo skrítið að sjá myndir af stöðum þar sem ég hafði verið, hvað þá borginni þar sem ég bjó meðal annars, af torginu mínu þar sem við vorum vön að hittast og finna okkur eitthvað að gera. Úff. Mig langaði að rjúka út úr stofunni, ræna Sprundinni úr skólanum og fljúga út í sólina, spænskuna og þykkt loftið. Rakel myndi vera heima þar sem ég þori ekki að fara til Mið-Ameríku með barnið. Væri allt of hrædd um hana. Það yrði nógu erfitt að vera með ljóshærðri, fullorðinni manneskju.
En mig dreymir um að sína stelpunum mínum Costa Rica sem ég elska, dýrka og dái. Og auðvitað Nicaragua sem er allt öðruvísi og líka svo stór hluti af mér. Sniff.
Var líka hálf angurvær um helgina. Komst að því í tíma á föstudaginn að spænskukennarinn minn notar einhvern rakspíra sem kallar fram minningar frá Costa Rica. Það er eittvað við lyktina sem fær minningarnar til að streyma fram og ég get heyrt röddina í abuelu á fincunni minni í Guanacaste og fundið bragðið af tortillunum hennar og ég man hitann og svitann og lykt af dýrum og mold og ég sé herbergið mitt fyrir mér, pínkulitla herbergið mitt með bláu gluggahlerunum og gardínu í stað hurðar.
Þessir myndir voru í huga mér alla helgina og það var bara gaman. Við fjölskyldan gerðum heilmikið eins og alltaf um helgar. Sumir vinir okkar hafa reynt að líta við ,oftar en einu sinni, um helgar og við aldrei verið heima. Það þýðir ekkert að koma án þess að hringja á undan sér. Um helgar erum við ávallt að fjölskyldast út um allar trissur. Að minnsta kosti um mömmuhelgar.
Við fórum í íþróttaskólann á laugardaginn. Þetta var síðasti tíminn og Rakel fékk viðurkenningarskjal, kex og epli. Við fórum svo í morgunkaffi til ömmu minnar þar sem búið var að dúka þvílíkt veisluborð inn í stofu. Útbelgdar keyptum við inn í Bónus og fórum svo í heimsókn til Maríu vinkonu sem er alveg komin á steypirinn og er fallegri en nokkru sinni. Finnst okkur. Ekki henni sem er aðframkomin af þreytu.
Á sunnudaginn var það fermingarveisla í skíðaskálanum í Hveradölum og kvöldmatur hjá mömmu.
Rakelin tók tvö grenjuköst um helgina sem rekja mátti beint til sykuráts fyrir utan að vera ekki mjög meðfærileg (sem hún er venjulega, ég veit að hún er bara kútur og hún má alveg vera með vesen en það er munur á venjulegu veseni og svo algjörum stælum í kjölfar sykuráts). Ekki að hún hafi fengið nammi, ekki í boði á þessum bæ. En kexkakan á laugardaginn og kökusneið hjá ömmu var nóg til þess að hún breyttist í annað barn. Og kökusneið og síðdegislúr á sunnudag var nóg til þess rugla hana alveg í ríminu. Það kemur nær aldrei fyrir að hún fái svona mikið bakkelsi á tveimur dögum. Og hún hreinlega ræður ekki við sykurinn. Ég held að þau séu ekki eins ströng á sykrinum hjá pabba hennar og skil hreinlega ekki hvernig þau afbera það.
Mér finnst nóg um þegar hún fær íspinna í leikskólanum, ég sé alltaf mun á henni þegar hún hefur borðað eitthvað með sykri og fullt af aukaefnum. Það er ekki einu sinni til hvítur sykur á þessu heimili og krakki eins og hún sem er alin upp við hollustu hreinlega ræður ekki við þetta eitur. Fæst börn gera það auðvitað en það er hægt að venja þau á hvað sem er.
Og burt með þessar helvítis Mcdonalds auglýsingar sem beint er að börnum. Þetta á að vera bannað. Ég vil ekki sjá að Rakel borði á svona skyndibitastöðum. Og burt með þessar Latabæjarauglýsingar. Mér finnst hugmyndin um hollt mataræði og hreyfingu fín en ég þoli ekki þessa markaðssetningu þeirra. Auglýsingar þeirra sem beint er til barna og fataherferð fer í taugarnar á mér. Ég bara vil ekki að reynt sé að selja börnum hugmyndir, auglýsingum á að vera beint til fullorðinna enda þeir sem taka ákvörðun og kaupa.
Ég vil að þessum heilaþvotti verði hætt. Og ég vil ekki hafa ís í afmælum á leikskólanum. Ég vil hafa spelt pasta og lífrænan mat og ávexti í veislum.
AAAAHHHH. AAARRRRG.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:31 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 56566
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.