16.4.2008 | 09:28
Hvað er í gangi?
Það hefur engin skrifað athugasemd við síðustu fjórar færslur! Óvenjulegt.
Mamma benti mér á að ég hafði skrifað 'sýna' með einföldu í einhverri færslunni. Svona villu myndi ég aldrei gera ef ég væri að skrifa á blað. Mér finnst í alvöru heilinn á mér virka öðruvísi þegar ég nota lyklaborð. Hann er alltaf kominn á undan mér. Ég held til dæmis að ég hafi verið að hugsa um orðið 'mínum' sem kom seinna í setningunni (sýna stelpunum mínum) og þess vegna skrifað með einföldu. Eða eitthvað álíka. Ég hef allavega aldrei átt í vandræðum með einfalt og ufsilon.
Mér líður ekki vel með þetta. Ímyndið ykkur að þið mynduð finna einhvern óeðlilegan hnúð á öðrum fótleggnum. Þið væruð viss um að hann væri ekki hættulegur en samt sem áður væri hann óútskýranlegur og pirrandi. Þannig líður mér þegar ég geri undarlega stafsetningarvillu á blogginu.
Sprundin er lasin. Ég er ógesslega leiðinleg og banna henni að anda með opin munn nálægt mér svo ég smitist ekki. Það er hins vegar nær ógerlegt fyrir greyið þar sem nefið er alveg stíflað.
Innskot: Elísabet Rós systir rifjaði upp fyrir mér í fyrradag að grey þýðir útriðin hundstík. Kannski óþarfi að kalla konuna sína það. Ekki það að útriðnar hundstíkur eiga alveg örugglega bágt.
Sprundin kom heim úr skólanum á mánudagsmorguninn (rétt eftir að ég var búin að blogga síðast)og rétt hafði það upp stigann inn í íbúðina. Hún lagðist svo undir sæng og svaf til sex um kvöldið. Ég og Rakel vorum hins vegar úti að leika okkur og nýttum frídaginn okkar vel saman.
Tókum strætó niður í bæ og fórum út hjá Háskólanum. Rakel skottaðist með mér að skila verkefni í Nýja-Garði og svo löbbuðum við niður á Austurvöll og fórum í vinnuna til mömmu. Hún bauð okkur í hádegismat með hinu Alþingisliðinu og gaf okkur ís í eftirrétt.
Meðan ég drakk kaffi á skrifstofunni hennar mömmu sat Rakel og skrifaði. Hún er svo mikill snillingur, blessað barnið. Hún heldur eins á blýanti og ég. Hún er þriggja ára! Það þarf að kenna mörgum börnum í sex ára bekk að halda rétt á blýanti. Svo skrifaði hún og sagði stafina og orðin sem hún var að skrifa upphátt. Hvert orð samanstóð af misstórum hringjum. Þetta var glæsilegt hjá henni og mamma hengdi myndina upp hjá sér, alveg að rifna úr stolti yfir rauðhausnum sínum.
Innskot: Ég sit hérna í tölvuverinu í Árnagarði og þykist vera að hlusta á aukatíma í forna málinu á netinu. Það er hins vegar mjög erfitt þegar ég er að blogga um leið ...
Ég og snillingurinn fórum svo og keyptum brauð og gáfum öndunum. Héldum því næst út á stoppustöð, valið stóð á milli þess að taka einn strætó upp á Hlemm og skipta svo eða labba aftur út í Háskóla. Við gerðum það og undrabarnið sýndi engin merki um þreytu þrátt fyrir allt labbið. Eða skoppið í hennar tilfelli. Ég var oft við það að fara úr axlarlið þegar ég leiddi hana þar sem hún tók sífelllt einhverjar skyndilegt dýfur og hoppaði og prílaði upp á allt sem á vegi hennar varð. Hún fékk að leika lausum hala, eins mikið á hægt er niður í miðbæ, og naut sín í botn. Hún var samt orðin lúin í strætó á leið heim, sagði varla orð en það gerist bara þegar hún er orðin mjög þreytt, annars stoppar hún ekki í malinu.
Við ákváðum að fara bara heim til mömmu og gefa lasaranum frið heima. Gripum því bara eitthvað dót þegar við komum heim og vorum svo farnar aftur. Við fórum í sturtu heima hjá mömmu og svo eldaði ég nokkra lítra af grjónagraut á meðan Rakel lék sér. Hún kvartaði yfir þreytu og þurfti aðeins að pústa í mammíarfangi áður en hún gat haldið áfram að leika sér. Það er hægt að segja að hún hafi sofnað vel, litli ástarengillinn minn.
Sprundin var alveg jafn slöpp í gær, hef sjaldan séð hana svona lasna og vona og bið til guðs að ég smitist ekki, má ekki alls ekki vera veik í próflestrinum sem byrjar á morgun. Á morgun. Ég trúi þessu ekki. Get ekki sagt að ég sé í einhverjum próflestragír.
Allavega. Við horfðum á spólu undir sæng og svo skreiddist hún í skólann og ég lærði. Hún ætlaði að nýta flest kvöld þessarar viku til þess að leggja lokahönd á kommmóðu sem hún er að smíða í einu námskeiðinu. Heilsan hefur hins vegar ekki leyft það. Hún var alveg búin á því eftir tímann í gær og hafði enga orku til þess að smíða meira. Hún kom því bara heim í konufaðminn sem gerir allt betra.
Klukkan sex í kvöld er sýning hjá Einsa bró í Sönglistinni. Núna er hann kominn í framhaldshóp og það verður gaman að sjá framfarirnar hjá honum. Hann losnaði við spangirnar í gær og mamma ætlaði eitthvað að snyrta á honum krullulubbann svo ég er viss um að hann verð glæsilegur í kvöld. Hrund kvíðir því að yfirgnæfa krakkana á sviðinu með hnerrum og snýtingum. Hún vill þó ekki missa af þessu.
Svo er aldrei að vita nema við kíkjum vestur á Snæfellsnes um helgina, á Malarrif, besta stað í heimi. Ég er búin að reikna nákvæmlega út hvað ég þarf marga daga í mesta lagi til að læra fyrir prófin og hef komist að því að ég ætti að hafa efni á því að kíkja í sumarbústað. Ætla nú samt að hafa með mér efni til að lesa svo mér líði betur.
Róandi rödd Jóns kennara er eins og lækjarniður í eyrum mér og bara ansi gott að skrifa með hann berandi fram hina undarlegustu forníslensku.
Skólinn að verða búinn. Er að fara í síðasta tímann. Tilfinningin 'ég skil ekki neitt í neinu og hvað er ég eiginlega búin að vera að gera í öllum þessum tímum og ég á eftir að falla í öllu af því að ég er hvorki góð í spænsku né íslensku' er að færast yfir mig.
Eða kannsi ég sé bara svöng.
Best ég fái mér eitthvað að borða um leið og Jón Axel er búinn að tala.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 56567
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég verð að brjóta ísinn og skrifa komment....
Hlíf 17.4.2008 kl. 16:06
Það er alltaf allt ómögulegt þegar maður er svangur, ég hvæsi alla vegana á alla þegar ég er svöng og get ekki hugsað almennilega.
Ég hef alltaf jafn gaman af að lesa bloggið þitt skvís, þó svo ég kommenti ekki mikið ;)
Gangi þér vel í próflestrinum og vonandi að Hrund batni sem fyrst
Kv. Arna
Arna 17.4.2008 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.