Þung í skapi

Pabbi er í Ástralíu, mamma er í svaðilför upp á jökli, tengdó er í Berlínarferð, Rakel er hjá pabba sínum, Oddný er á Akureyri (af hverju, af hverju, af hverju, lífið er innantómt án þín), Sprundin sefur, garðurinn vill láta taka til í sér, bíllinn vill láta skiptu um peru í framljósi og lífið í formi slöngu hefur vafið sig um háls mér og herðir að.

Ég get ekki andað.

Ég er með tak í bakinu og klemmda taug sem veldur mér hræðilegum kvölum.

Ég lít hræðilega út í bikiní.

Ég lít hræðilega út.

Ég er á eftir áætlun í lærdómi.

Kaffið mitt er vont.

Ég er að bíða. Alltaf að bíða og vona.

Hrund bara smíðar og passar systkini sín hjá mömmu sinni í fjarveru hennar.

Vorið fyrir utan gluggann hæðist að mér.

Ég vil fá mömmu mína. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æjæjæjj, svona svona, það er að koma sumar, prófin verða búin áður en þú veist af og fyrr en varir verður þú á Víkingahátíð í Hafnarfirði með stelpunum þínum og þið kíkið í pönnsur til mín :).

Saludos desde el puerto del fiordo!

Tinna Rós 29.4.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband