Fljótt skipast veður ...

Lundin er léttari.

 Átti gott samtal í morgun og einhvern veginn hvarf þunginn úr sálinni og drunginn úr höfðinu. Samt var þetta bara við konu út í bæ. Stundum þarf ekki meira.

Komst loooooksins í prófgír. Kláraði að glósa forna málið svo ég hef góðan tíma til að lesa það yfir fyrir prófið á föstudaginn. Er tilbúin fyrir ritþjálfunarprófið á morgun, kvíði því ekkert þar sem ég get vel skrifað á spænsku eins og á íslensku.

Sprundin er hins vegar ekki búin með gripinn og er því ekki enn komin heim. Þarf líklegast að smíða á morgun og hinn líka svo hún falli nú ekki í þessu og fái engin námslán (shjitt shjitt, gæti dáið úr stressi yfir þeirri tilhugsun). Svo þarf hún að finna sér tíma til að læra fyrir stærðfræðiprófið sem hún fer í á föstudaginn. Og ég verð víst að halda áfram að taka mér pásur og sjá um krílið mitt.

En þetta verður í lagi. Ég segi mér það einu sinni á mínútu.

Við getum þetta. Við náum báðar þrátt fyrir allt vesenið og fáum okkar lán og endum ekki á götunni.

Ætla að gefa mér og rauðhaus að borða, lesa, biðja bænir, syngja, kyssa og læra svo fyrir spænsku. Glósa eins og mother fo**** til miðnættis og fara þá að sofa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband