7.6.2008 | 03:43
Svona ykkur að segja ...
... er ég að fíla mig í tætlur í vinnunni. Og ekki eyðileggur það að upplifa einstakar íslenskunördastundir líkt og þá sem ég upplifði í dag þegar allt í einu bættust við okkar þriggja manna vinnuhóp fjórir málfræðingar á ólíkum aldri og með mismikla reynslu af hinum dulúðlega málfræðiheimi. Þetta var kostulegt. Ég fann fullvissuna um að ég væri á réttri hillu í lífinu skella á mér með þeirri vímu sem fylgir því að dýrka það sem maður er að gera. AAAAHHHH.
... á ég lítinn apakött sem er nær alltaf svo glaður svo glaður. Eftir leikskóla hoppar hann á öðrum fæti (reynir, reynir, reynir, það eru til börn sem hafa betri stjórn á sínum líkama en fyrrnefndur apaköttur) um allt hús svo freknurnar dansa á nefinu og rauði flókinn hristist með, syngur frumsamdar vísur um allt og ekkert og öskrar Áfram Lína! með reglulegu millibili. Hann skríður í gólfum og skoðar rusl sem löngu ætti að vera búið að ryksjúga, flækist fyrir fótum mæðra sinna við matseld og langar mest í heimi að koma við eggina á hnífnum sem verið er að skera með. Hann segir sögur sem ekkert samhengi er í og enginn skilur en sem eru þó greinilega um eitthvað sem stendur honum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum miðað við allt handapatið og ákafann. Apaköttur elskar mest í heiminum að fá óskipta athygli mæðra sinna og á slíkum stundum gubbast hláturinn upp úr honum og er sá hlátur svo smitandi að mæður geta ekki annað en krumpast af hlátri. Lítill kroppur hans hefur ekkert í hugann sem yfirleitt er hálfu skrefi á undan og sökum þess má aldrei finna færri en fimm sár á borð við göt á hausum, kúlur á gagnaugum, glóðaraugu, blóð undir nöglum og rispur á hnjám og í lófum, á þessum litla mjúka kroppi, hvern dag. Apakötturinn segir 'JÁ' á móti þegar maður segist elska hann meira en allt og 'Á, bara gera rólega' þegar maður knúsar eða skeinir of fast. Hann er sterkur og stór, grípur um leggi mæðra sinni í tilraun sinni til að lyfta þeim og þykist þess fullviss að það hafi tekist þegar mæður lyfta sér upp á tærnar. Apaköttur fyllist þá stolti, hniklar vöðva svo fast að allur kroppurinn hristis og hann verður eldrauður í andliti og segir 'Viltu finna vöðvana mína'. Þessi undraapaköttur ætlar að eignast mótorhjól þegar hann verður stór og hræðist ekkert nema köngulær en þær hafa frá unga aldri valdið honum ómældri skelfingu og reynir unginn að fela sig milli brjósta mæðra sinna á meðan hann æpir og veinar þegar könguló er í nánd, t. d. fyrir utan baðherbergisglugga. Apaköttur bætir heiminn og gefur lífi mæðra sinna tilgang á hverjum degi en best finnst þeim þegar hann kemur allt í einu, strýkur yfir vanga og enni og segir þeim að fara bara að sofa ef þær séu þreyttar, hann skuli leiða þær inn í rúm, eða þá tekur óvænt utan um háls þeirra og segist elska þær og að hann sakni þeirra voða mikið.
... ætti ég að vera komin í rúmið fyrir löngu
... get ég talað endalaust, sérstaklega við fólk sem ég þekki ekki mikið og hef ég einstaklega gaman af því
... var ég nokkuð ánægð með mig í dag og ó ó ó hvað það er langt síðan Dianita var síðast ánægð með kroppinn sinn
... er ég mjög trúuð og ætla aðeins að tala við guðinn minn á eftir
... man ég ekkert hvað ég ætlaði að segja næst og ætla því að hætta þessu blaðri
ps:
mammí: Jæja Rakel, gefðu ömmu Sillu nú stórt og gott knús, hún er að fara til útlanda og verður lengi í burtu.
mamma: Hún er að fara til Bandaríkjanna. Manstu Rakel, þegar allir kennararnir á leikskólanum fóru til Bandaríkjanna? (Í starfsferð).
Rakel (yfir sig hneiksluð): Nauts, þau fóru til Frakklands!
Hvað veit hún um Frakkland?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:50 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.