Trúi þessu ekki!

Ég er orðin lasin! Og það líka hundlasinn. Það er kannski ástæðan fyrir því hvernig mér leið í gær þegar ég loksins druslaðist í rúmið klukkan fjögur. Þá var ég búin að vinna, sækja mömmu, fara í apótek, fara í Egló (snyrtistofa með geggjaðar húðvörur án allra aukaefna), heim að þrífa með Hrund, borða með Hrund, horfa á sjónvarp með Hrund, fara í bíó með mömmu, fara út á inniskónum til að fylgjast með þegar verið var að slökkva bensíneld í bíl og bursta tennur auðvitað. Þegar ég lagðist á koddann fór allt að hringsnúast og þurfti ég að rifja upp hvort ég hefði nokkuð drukkið bjór um kvöldið. Það var nú víst ekki. Snúningarnir ollu mér mikilli velgju og var ég viss um að geta aldrei sofnað fyrir henni. Það gerði ég þó og rumskaði ekki einu sinni þau skipti sem Hrund fór á fætur til að bera vöðvakrem á laskaðar hendur og fá sér kaffi og sígó (svo fór hún aftur að sofa, ég myndi aldrei geta farið á fætur og drukkið kaffi og farið svo aftur að sofa). Þá eru komnar þrjár nætur í bara þessari viku sem ég hef notið án þess að vakna. Eftir að Rakel fæddist hef ég varla sofið heila nótt, fyrst vegna þess að umönnun hennar krafðist þess og seinna vegna einhverrar duldar ástæðu. Þess vegna er ég alltaf þreytt. Alltaf.

Ég ætlaði aldrei að koma mér á fætur klukkan tólf í dag, var svo þreytt og tuskuleg eitthvað. Við Sprundin klæddum okkur og héldum í Misty að kaupa brjóstahaldara sem passa. Búðin var því miður lokuð. Fórum þá niður í bæ og keyptum 25 ára afmælisgjöf handa Oddu poddu sem kemur í bæinn í næstu viku. Fórum svo í keramik og málaði ég rauðan bolla með hvítum doppum. Hrund gerði nokkur listaverk á risa skál sem mun vera brúkuð sem ávaxtaskál. En ég gat gert bolla. Ég trúi þessu ekki. Ég er svona barn sem vandaði mig eins og ég gat í myndlistarprófi þegar ég var 11 ára og fékk sjö í einkunn. Mér var fljótlega gert ljóst í barnaskóla að ég kynni ekki að teikna. Að ég skuli hafa getað málað þennan bolla er því mikið afrek. Sérstaklega þar sem ég mér var farið að líða ansi illa á þessum tímapunkti, hnerraði í tíma og ótíma, var undarlega skjálfhent og já, komin með hita.

Við Sprundin fengum okkur svo pizzu á Ítalíu, keytpum jógúrtíssbragðaref og náðum í spólu fyrir mig og ég er að segja ykkur það, eftir þetta allt saman var ég gráti næst og full sjálfsvorkunnar þegar ég labbaði upp stigann heima.

Hrund er farin að smíða, ég er búin að fá mér te, horfa á spólu, snýta mér og vorkenna mér.

Vona bara að Rakelin sé ekki veik því hún vaknaði allt í einu með bullandi kvef á fimmtudaginn og var um kvöldið með nokkrar kommur. Var samt hress í gær en núna er hún hjá pabba sínum svo ég veit ekki hvort hún er orðin lasin. Krílið kemur heim á morgun og verður vonandi frískt.

Æi, meika ekki meira núna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Láttu þér batna skvís

Arna 9.6.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 56566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband