!!!

Niður með kynjaskipt leikföng!

Mcdonalds er ekki staður sem ég borða nokkurn tíma á en þeir eru einmitt með kynjaskipt barnabox (var að lesa um það) svo þar hafið þið enn eina ástæðu til að sniðganga staðinn.

Á bæði Pítunni og American Style er 'stelpulitabók' og 'strákalitabók'. Eins og ég bloggaði einhvern tíma um valdi Rakel sér 'strákalitabókina' þegar hún fékk að velja á Pítunni og það var að beiðni Hrundar (það er að barnið fengi að velja). Um daginn fórum við á America Style i fyrsta skipti í öruggleg tvö ár og þar var okkur rétt sama bleika litabókin (áður fyrr var bara eitthvað púsl). Ég bað um litabók fyrir stráka. Rakel hefur engann áhuga á bleikum prinsessum og ég vil fá að velja hennar fyrirmyndir. Guð forði okkur frá því að dóttir mín haldi bara kjafti og sé sæt með bleikan varalit í tjullpilsi allt sitt líf.

Ég vil að hún standi á sínu, berjist fyrir sínu, efist ekki um sjálfa sig og fái að velja fyrir sig sjálf. 

Hvað er eiginlega að? ÉG VIL EKKI AÐ RAKEL SÉ TROÐIÐ Í EITTHVAÐ HLUTVERK.

Stráka og stelpu hitt og þetta: dót, föt, litir, bækur, hugsanir, hegðun, störf, laun ...

Draumur okkar Hrundar er að Rakel verði í skóla Hjallastefnunnar. Strákar og stelpur eiga það hreinlega skilið að lögð sé rækt við þau í sitthvoru lagi. Kynin eru ólík og það er eðlilegt og að sjálfsögðu allt í lagi. Einstaklingar af sama kyni geta líka verið ólíkir og þar er líka eðlilegt og allt í lagi. Það er ekki eðlilegt og ekki í lagi að búa til einhver fyrirfram ákveðin hlutverk sem börn eiga að gegna allt frá frumbernsku.

Einbeitum okkur að félagsfærni barna og örvum samkennd þeirra. Gerum okkur grein fyrir þeim mun sem er á kynjunum og á hvern hátt þau eru lík. Byggjum upp sjálfstæði og sjálfsöryggi þeirra svo þau geti tekið meðvitaðar ákvarðanir fyrir sig sjálf. Hendum þessum hundgömlu, hundleiðinlegu, fáránlegu röngu kynjahlutverkum út um gluggann.

Ég á litla stelpu sem dýrkar mótorhjól, sem leikur sér helst við stráka, er alltaf drulluskítug eftir leikskóla, er skóböðull og buxnaböðull, sem átti turtlesbíl sem sitt fyrst uppáhalds leikfang, sem notar engin'feluorð' yfir kynfæri sín (þetta er ekkert til að skammast sín fyrir), sem elskar Línu Langsokk, af því að hún gerir það sem hún vill og er sterkasta stelpa í heimi, og sem fær að heyra það á hverjum degi frá mæðrum sínum að hún geti allt sem hún vill.

Hún velur dýr og bangsa yfir dúkkur, hún á 'strákahjól' samkvæmt hugsun margra (auðvitað tók afgreiðslumaðurinn fyrst niður bleikt prinsessuhjól handa henni) af því að það er með breiðum dekkjum og er ekki bleikt á litinn, hún vill frekar lita bíla en prinsessur, hún vill frekar vera úti að gaurast en inni að halda sér fínni og svona get ég endalaust talið áfram.

Við Hrund spornum við því á hverjum degi að einhverju hlutverki sé þröngvað upp á hana. Veljum sérstaklega orð, bækur, DVD myndir, tónlist, föt og leikföng með það í huga.

Þrátt fyrir alla okkar viðleitni kom barnið heim einn daginn og sagði bláröndóttu nærskyrtuna sína vera strákabol. Af því að hann var blár.

Ég hefði getað grenjað úr pirringi. Þetta hafði hún frá börnum á leikskólanum. En það er ekki við blessuð börnin að sakast heldur fullorðna fólkið. Hvaðan hafa börnin annars þessa hugsun?

Rak augun í hina yndislegu feministabók Píkusögur áðan. Hún hefur sinn stað i bókhillunni og ég les hana reglulega. Velti því fyrir mér hvenær Rakel verður nógu gömul til að lesa hana.

Við ölum upp feminista hér á þessu heimili. Það kemur ekkert annað til greina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hjartanlega sammála!

p.s. var að skoða bloggið hennar Hlífar og við Kristín erum sko ekkert komnar með leið á þér! ;)

sjáumst!

Gyða 10.6.2008 kl. 10:48

2 identicon

Mikið er gott að þið eruð ekki komnar með leið á mér. Er að vonast til að ná mér upp úr þessari ömurlegu flensu sem fyrst. Stefni á að koma upp í skóla annaðhvort á morgun eða á fimmtudag. Þið getið búið ykkur undir komu mína á meðan, hef sko ekki haft neinn til að kjafta í kaf síðan fyrir helgi!

drr 10.6.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 56566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband