10.6.2008 | 14:43
?
Var að skoða gestabókina áðan og sá að Elsa var að spyrja um japanska baðið sem ég og Hrund fórum í.
Hver er annars Elsa? Elsa hennar Valdísar eða? Endilega skrifa komment.
Fékk gjafabréf frá mömmu og hún er með símanúmerið hjá konunni sem rekur þetta. Mamma er ekki í bænum en kemur á morgun og þá get ég beðið um númerið. Ég man ekki einu sinni heimilisfangið. Jú, þetta er á SKúlagötu 40 minnir mig en það er gengið inn frá Barónstígnum, rétt fyrir neðan búðina Janus.
Þannig Elsa mín, skrifaðu komment ef þú hefur ekki enn fundið þetta.
Annars voru hér tveir óboðnir geitungar áðan. Í fyrra voru að meðaltali 5 í íbúðinni á hverjum degi allt sumarið. Þegar við komum frá Svíþjóð sagði fólkið okkur niðri að það hefði fundist geitungabú í trénu fyrir utan eldhúsgluggann okkar. Fannst líka eitthvað óðeðliega mikið af geitungum inn í eldhúsi alltaf hreint. Búinu var eytt.
Er helvítið komið aftur? Ég hringdi í Sprundina. Ótrúleg þolinmæði sem hún hefur gagnvart því að láta garga í eyrun á sér. Þurfti andlegan styrk hennar á meðan ég reyndi að koma öðrum geitungnum út. Assgoti eru þeir vitlausir. Lokaði svo öllum gluggum og þorði lengi vel ekki að fara fram í eldhús að fá mér að borða út af hinum geitungnum sem hélt sig þar.
Hrund:'Geitungar eru ekkert árásagjarnir núna Díana. Vertu bara róleg' Farin að sjá eftir því að hafa svarað símanum.
Díana æpir: Hefur þú verið stunginn, haaaaa? Hefur þú verið stunginn? Mundi segja að ég röddin hafi verið ógnandi. Hrund er sammála manninum sem var ekki eins hræddur við neitt og litlar konur. Hrund er umkringd litlum konum: mér, mömmu og mömmu sinni.
Hrund:'Nei' Pottþétt strax farin að sjá eftir því að hafa æst mig frekar upp. Gleymdi þeirri gullnu reglu sinni að vera alltaf sammála mér þegar ég er svona æst.
Díana æpir hærra:´Það er vooooont'
Hrund sagði mér ekkert oftar að vera róleg. Þegar ég fór til Costa Rica fannst mér eitt það erfiðasta að venjast öllum pöddunum. Pissa með köngulóm og skoppandi froskum, sofa með risbjöllur í rúminu, fá fljúgandi kvikindi sem stungu upp skálmarnar á náttbuxunum, vera stungin tvisvar af sporðdreka (muna að hrista fötin áður en þú ferð í þau, biðja svo bara til guðs um að þú verðir ekki stungin á næturna sem ég var auðvitað), vera bitin inn í eyrun og bara eitthvað fleira miður skemmtilegt. Sveitasælan.
Ég gat þetta allt og margt fleira sem var miklu erfiðara. En ég bara meika ekki geitunga.
Maður á ekki að þurfa að takast á við svona þegar maður er með flensu. Ég er hreint ekki orðin frísk. Ég sem bjóst við því að vakna hress. Hrund sagði það nú kannski vera óþarfa bjartsýni þar sem ég var með hita í gærkvöldi. Hvaða, hvaða. Allt getur gerst.
Núna sit ég hér, ekki með hita, en ó svo heitt hér í sófanum, loftið í íbúðinni staðnað og súrefni af skornum skammti þar sem allir gluggar eru lokaðir.
Það er að verða kominn tími til að fá sér að borða aftur. Geitungurinn er enn inn í eldhúsi.
Ætli það sé nokkuð verra að sleppa því að borða bara?
Búhú
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:46 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.