Skemmtilegt

Já, ég veit, ég er alltaf að blogga, ég er með flensu og er að drepast úr leiðindum.

Vildi bara deila smá með ykkur. Oft líður nær heil vika án þess að Rakel horfi á barnatímann. Við bjóðum henni það stundum en yfirleitt látum við hana biðja um það. Barnatíminn er auðvitað ekkert til að hrópa húrra fyrir og svo byrjar hann stundum fyrir sex og stundum klukkan sex og stundum er bara japönsk hasarteiknimynd. Þá veljum við nú uppbyggilegra barnaefni úr okkar einkasafni.

Allavega. Fótbolti gengur eins og alltaf fyrir öllu, fréttir eru færðar og barnatími þurrkaður út. Í gær var Hrund úrvinda eftir vinnuna og ég hundlasin svo við buðum ofurhressa krílinu að glápa. Flöskuðum á fótboltanum svo hún fékk engan barnatíma. Hún kippti sér lítið upp við það og fór bara að leika sér.

Barnið liggur núna í bleyti í baðinu og hlustar á hinar ýmsu sögur í kasettutækinu. Ég fór inn áðan og bauð henni að koma upp úr og horfa á smá barnatíma (einn þátt með Línu langsokk eða Bubba byggir eða eitthvað) eða þá hlusta áfram og busla í baðinu. Vildi bæta henni upp fyrir gærdaginn.

Hlusta.

Sagði barnið án þess að hugsa sig um.

'Video killed the radiostar' var eitt sinn sungið.

Kannski ekki alveg.

Finnst hreint út sagt dásamlegt að barnið mitt velji sögulestur fram yfir imbann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er svo vel upp alin!

Rosa 13.6.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband